Þökk sé vísindalegum rannsóknum hafa nú forvarnarþáttur og í sumum tilvikum læknandi áhrif bæst við hin hefðbundnu markmið næringar, þroska, viðhalds og orku. Með þessar víddir að leiðarljósi gerir Royal Canin allt sitt fóður.
Þróun og viðhald líkama: Amínósýrur, steinefni, snefilefni, vítamín og fitusýrur bregðast við grundvallar næringarþörfum fyrir þróun og viðhald líkamans.
Orkugjöf: Fituefni (lípíð) og kolvetni eru helstu orkugjafar hunda. Kettir þurfa líka á próteinum að halda fyrir orkuefnaskipti sín.
Næring og forvarnir: Sum næringarefni í matarskammtinum (andoxunarefni, bætiefni, trefjar, nauðsynlegar fitusýrur o.s.frv.) vinna gegn nýrnasjúkdómum, meltingarvandamálum og öldrunaráhrifum.
Næring og umhirða: Bætt er við tilteknum næringarefnum og magn annarra takmarkað til að styðja við meðferð eða bataferli. Þannig er mörgum gæludýrum hjálpað við að ná sér af veikindum.