Steinefni

Prenta

Nauðsynleg fyrir líkamann

Rétt samsett fóður þarf enga steinefnaviðbót. Ofneysla steinefna hefur slæm áhrif á meltingargetu og getur jafnvel haft öfug áhrif við það sem þeim er ætlað.

Þegar fæðu er brennt er askan sem verður til þau steinefni sem voru í fæðunni, en þau eru vanalega 5-8% af þurrfóðri.

Steinefni sem eru til staðar í miklu magni (kalsíum, fosfór, kalíumsítrat, natríum og magnesín), kallast stórefni (macro elements). Þau sem eru til staðar í litlu magni, þ.e. snefilefni, eru aðeins nokkur mg í hverju kg, en eru engu að síður nauðsynleg fyrir virkni líkamans (t.d. járn, sink, mangan, kopar, joð og seleníum).

Mismunandi innihaldsefni í matarskammtinum innihalda steinefni. Þau geta einnig verið í hreinsuðum söltum: járn-súlfat, sink-oxíð, mangan, kopar-súlfat, natríum-selenít, kalsíum-joðblanda o.s.frv.

Hvert og eitt steinefni á hlut í margskonar virkni. Til að hafa þetta einfalt takmörkum við umfjöllun okkar við meginhlutverk helstu steinefna í líkamsstarfseminni.

  • facebook