Önnur næringarefni

Prenta

Viðbótarvirði

Nú til dags leitast margir við að setja saman fóður með hærri markmið í huga en aðeins þau að mæta næringarþörfum og forðast ofgnótt eða skort í hlutföllum innihaldsefna. Í heilsufóðri má finna valin næringarefni sem geta stuðlað að forvörnum gegn vissum sjúkdómum eða hægt á hnignunarferlum eins og öldrun, eða einfaldlega aukið á velferð dýrsins.

Heilsufæði er hugtak sem stundum er notað yfir næringarefni sem eru ekki nauðsynleg en geta aukið lífsgæði.

Þessi næringarefni eru misleitur hópur sem sífellt stækkar eftir því sem þekking okkar á næringu eykst. Hér er að finna t.d. andoxunarefni sem hjálpa til í baráttu gegn sindurefnum, efni sem vernda liði, jurtaþykkni sem eflir húðvörn, bakteríur sem stuðla að jafnvægi þarmaflórunnar o.m.fl.

Listinn er langur en hér eru nokkur lykildæmi.

Þessi næringarefni geta haft skammtíma- og langtímaáhrif. Skammtímamarkmið eru þau að efla líkamsvirkni eða draga úr óæskilegum áhrifum, eins og sársauka í liðum, húðertingu eða meltingartruflunum. Langtímamarkmið eru að lágmarka nýgengi ytri árása og halda aftur af öldrunaráhrifum á sum líffæri.

Þessi næringarefni verka á líkama dýrsins og huga, þ.e. skilningsgetuna. Andoxunarefnagjöf frá unga aldri vinnur til dæmis gegn augnvagli í gömlum hundum og sumum atferlisvandamálum sem fylgja missi aðlögunargetu. Margar rannsóknir á mannfólki hafa sýnt fram á forvarnargildi andoxunarefna gegn ýmsum taugasjúkdómum, t.d. Parkinsonveiki og Alzheimer.

  • facebook