Kolvetni

Prenta
Kolvetni

Fyrir betri virkni líkamans

Kolvetni er hugtak sem felur í sér mólekúl sem sett eru saman úr kolefni, súrefni og vetni; þessi efni hafa sameiginleg tiltekin efnafræðileg einkenni. Kolvetni finnast helst í jurtaríkinu, en einnig í blóðsykri, dýrasterkju í vöðvum og lifur, og mjólkurlaktósa. Allar plöntur innihalda kolvetni, allt frá súkrósa í sykurrófum til illmeltanlegra trefja í trjáberki.

Kettir og hundar geta lifað án kolvetna í fæðunni þar sem þeir mynda þau kolvetni sem þeir þurfa fyrir frumurnar úr amínósýrum. Neysla kolvetna eflir hins vegar mjög virkni líkamans.

Glúkósi, súkrósi, laktósi og sterkja færa líkamanum orku en uppruni þeirra úr jurtaríkinu og hve mikið þau eru elduð hafa áhrif á meltingu. Ef lítið elduð sterkja er í fæðunni getur dýrið fengið niðurgang. Trefjar, sem líka eru kolvetni, eru mjög góðar fyrir meltingarveginn og jafnvægi þarmaflórunnar. Þetta gildir t.d. um ávaxtafásykrur (FOS) og mammófásykrur (MOS).

  • facebook