Fituefni (lípíð)

Prenta

Nauðsynleg fyrir hunda og ketti

Hundar fremur en kettir laðast að fituríku fæði en takmarka þarf neyslu þess ef dýrið fær ekki mikla líkamlega hreyfingu. Neysla fituefna í of miklu magni getur leitt til offitu en dýrin geta hins vegar ekki án þeirra verið þar sem þau veita þeim orku og nauðsynlegar fitusýrur.

Fituefni (lípíð) mynda hóp lífrænna efna sem við þekkjum betur sem fitu. Fitusýrur og glýseról, sem saman mynda þríglyseríð, eru meginþættirnir. Lípíð geta verið einföld (þríglyseríð og vax) eða flókin (innihalda mörg önnur efni). Frumuhimnur eru t.d. gerðar úr fosfórlípíð.

Fita er grundvallar orkugjafi fyrir hunda og ketti, sem oxa hana til að nýta þá orku sem þeir þurfa. Gramm af lípíð inniheldur u.þ.b. 9 hitaeiningar af efnaskiptanlegri orku, 2,5 sinnum meira en gramm af kolvetnum eða próteinum.

Sumar fitusýrur, þær sem nefndar eru nauðsynlegar, hafa líka uppbyggingarhlutverk í frumum eða virka sem undanfari tiltekinna hormóna. Lípíð er í öllum mat sem ríkur er af dýrafitu (smjör, tólg, svínafeiti, egg, alifuglafita, fiskolía) og jurtafitu (olíur, jurtaolíur).

  • facebook