Royal Canin Kettir og kettlingar Kettlingar Vöxtur, lykilstigið Frá fæðingu þar til vanið hefur verið af

Vöxtur, lykilstigið

Prenta

Tímabil sem fylgjast þarf með

Á þeim stutta tíma sem líður frá fæðingu og þar til hann hættir á spena tileinkar kettlingurinn sér megnið af þeirri hæfni sem nýtist honum fullvöxnum og næringarvenjur hans eru ákvarðaðar. Hann vegur á þessu skeiði um 100 grömm og er algjörlega upp á móður sína kominn.

Fæðingin

Meðgöngutími hjá kattarlæðum er 63 til 66 dagar að meðaltali. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna er læðan eirðarlaus og óróleg; hún leitar að kyrrlátum stað í skugga þar sem hún getur gert sér bæli. Ef þú kemur fyrir plastbala eða -kassa með botninn þakinn mjúku efni inni í fataskáp er líklegt að hún velji hann að því tilskildu að þægilegt sé fyrir hana að liggja þar fyrir með afkvæmunum. Mikilvægt er að eigandinn sé nærstaddur og sýni yfirvegun og róandi viðmót.

Kettlingarnir fæðast við snögga samdráttarkippi í leginu með 30 til 60 mínútna millibili. Læðan rífur sundur líknarbelginn og dregur út höfuð nýburans, hlýjar honum og örvar öndun hjá honum með áköfum sleikingum. Líklegt er að allt að 10 kettlingar fæðist í goti (sjaldgæft er að þeir séu fleiri) og vegur hver þeirra að meðaltali 70 til 150 grömm, eftir kattakyni.

Fyrstu fjórar vikurnar

Um leið og skorið hefur verið á naflastrenginn skríður kettlingurinn að spenum móðurinnar, á meðan hún þrífur hann; hitinn og lyktin af móðurkviðnum draga hann til sín. Hann fær ekki mjólk heldur brodd í fyrstu gjöfunum. Þessi vökvi hefur ásýnd og samsetningu sem eru frábrugðin mjólkinni; hann inniheldur mótefni sem nauðsynleg eru til að tryggja fyrstu ónæmisvarnir kettlingsins.

Það eina sem kettlingurinn gerir fyrstu dagana er að liggja á spena og sofa hjá móðurinni og systkinum. Hann er algjörlega háður móður sinni en lífsbaráttan er þegar hafin með samkeppninni um besta spenann. Þar sem kettlingurinn er blindur og heyrnarlaus eru lyktarskynið og snertiskynið þau skilningarvit sem hann beitir. Heyrn hans verður virk þegar hann er fimm daga gamall. Á milli 7. og 15. dags opnar kettlingurinn augun. Heyrnin tekur að nýtast honum frá 14 daga aldri. Í kringum 17. ævidaginn fer kettlingurinn að ganga á fjórum fótum. Við eins mánaðar aldur fer hann að átta sig á umhverfinu út frá hljóðum, birtu og lykt.

Fyrir og eftir að vanið er af spena

Eftir að hafa sogið broddinn fyrstu klukkustundirnar tekur kettlingurinn að sjúga móðurmjólkina. Ef gotið er stórt og læðan hefur ekki mjólkað nægilega eða ef kettlingurinn hefur verið tekinn frá henni þarf að gefa honum viðeigandi þurrmjólk. Hæfni kettlingsins til að melta mjólkursykur, laktósa, minnkar um leið og önnur meltingarhæfni eykst. Á milli þriðju og fjórðu viku hefjast fæðuumskiptin; þá dregur úr mjólkurmyndun hjá móður og fyrstu snemmæru tennurnar taka að myndast. Þetta leiðir til þess að hlé verður á vaxtarferlinum. Fæðan sem á smám saman að koma í staðinn fyrir móðurmjólkina þarf að uppfylla allar næringarþarfir kettlingsins til að ekki verði skortur á neinum næringarefnum eða ónæmiskerfið spillist. Health Nutrition* fóður fyrir kettling á fyrsta aldursskeiði hæfir snemmærum tönnum hans og er auðmeltanlegt þar sem það inniheldur mjög auðmeltanleg prótein. Það styrkir einnig náttúrulegar varnir hans. Hægt er að gefa honum þetta fóður fyrst blandað út í þurrmjólk, síðan út í vatn og loks í föstu formi. Í 7. eða 8. æviviku er búið að venja kettlinginn af spena. Eftir fjögurra mánaða aldur tekur annars stigs Health Nutrition fóður við en það er þróað með vöxt kettlinga á bilinu 4 til 12 mánaða í huga.

Myndskeið

The kitten’s first steps

No experience can replace these few fascinating months during which the kitten blooms to become an adult cat. This evolution should take place in complete serenity, by adhering to a few essential rules with respect to choosing his breed and welcoming him at home, and by providing him with nutrition and care that will ensure his well-being and health.

  • facebook