Vöxtur, lykilstigið

Prenta
Að fóðra kettlinginn vel

Viðeigandi mataræði

Þar sem kettlingurinn vex afar hratt þarf að fóðra hann á sérfæði sem uppfyllir allar grundvallarnæringarþarfir hans, til að efla ónæmiskerfið, þroska skyntaugakerfið og efla vöxt beina.

Kettlingurinn fram að fjögurra mánaða aldri

Frá fyrstu stundunum eftir fæðingu þegar kettlingurinn sýgur broddinn og fram að fimmtu viku nærist hann á móðurmjólk. Venja þarf hann af spena smám saman í sjöundu vikunni og á fast fæði sem uppfyllir allar hans þarfir. Þeim mun mikilvægari er samsetning þessa fóðurs fyrir það að á þessu skeiði þroskast ónæmiskerfi kettlingsins.

Maturinn sem kettlingurinn er fóðraður á þarf að vera orkuríkur, fullnægjandi og í réttum hlutföllum hvað varðar næringarefni, prótein, fitu, kolvetni, steinefni, vítamín og snefilefni. Hann þarf líka að henta kettlingnum vel. Jafnvel þó að kötturinn sé kjötæta má hann neyta hágæða korns sem er auðmeltanlegt og veldur ekki niðurgangi. Hæfileikinn til að melta kornsterkju þroskast hratt í kettlingnum. Í korni eru amínósýrur, sem eru nauðsynlegar fyrir vöxt dýrsins, og við þær er bætt táríni, úr dýraríkinu, en það er nauðsynlegt fyrir dýr af kattarættum.

Maturinn verður líka að innihalda öll steinefni og vítamín sem þörf er á fyrir þroska beinagrindarinnar. Í honum kunna að vera mörg næringarefni sem styrkja náttúrulegar varnir með EPA og DPA fyrir eðlilegan þroska miðtaugakerfisins. Ef þú vilt ekki að kötturinn venjist á mat sem er allur eins í lögun gæti verið áhugavert að blanda saman frauði og kögglum. En það sem mestu máli skiptir er að velja Health Nutrition fóður sem uppfyllir næringarþarfir kettlingsins og gæta vel að umskiptum frá fæðu í vökvaformi til fastrar fæðu.

Kettlingurinn eftir fjögurra mánaða aldur

Á öðru vaxtarstiginu verður mataræði kettlingsins að styðja áfram við náttúrulegar varnir hans því hann er ennþá viðkvæmur. Bein hans styrkjast smám saman og vöðvamassinn eykst. Næringarþörf hans eykst og nær hámarki við fjögurra eða fimm mánaða aldur en minnkar smám saman eftir það. Mataræði hans verður ávallt að mæta næringarþörfinni á hverjum tíma fyrir sig.

Kettlingurinn getur étið sama annars stigs Health Nutrition fóðrið frá fjögurra mánaða aldri og þar til vaxtartíma lýkur, u.þ.b. við eins árs aldur. Skipta skal út fyrsta stigs fóðri fyrir annars stigs fóður á nokkrum dögum.

Til að koma í veg fyrir ofþyngd eftir sex mánaða aldur getur verið ráðlegt að hafa hemil á því magni sem kettlingurinn fær að éta því hann gæti orðið gráðugur. Nákvæmasta aðferðin er einfaldlega að vigta daglegan matarskammt kettlingsins: Ráðlagður skammtur er uppgefinn á umbúðunum.

Ferskt vatn í glerskál þarf alltaf að vera til reiðu fyrir kettlinginn og skipta þarf um vatn tvisvar á dag.

Myndskeið

The kitten’s first steps

No experience can replace these few fascinating months during which the kitten blooms to become an adult cat. This evolution should take place in complete serenity, by adhering to a few essential rules with respect to choosing his breed and welcoming him at home, and by providing him with nutrition and care that will ensure his well-being and health.

  • facebook