Royal Canin Kettir og kettlingar Kettlingar Frá fæðingu til fullorðinsára

Frá fæðingu til fullorðinsára

Prenta
Kettlingar

Þroskaferli kettlingsins

Í fyrstu er kettlingurinn algjörlega upp á móður sína kominn en á nokkrum vikum öðlast hann sjálfræði. Þessi hraði þroski sem á sér stað áður en vanið er af spena er einstakt sérkenni á kattardýrum.

Þegar kettlingurinn kemur í heiminn er hann blindur og heyrnarlaus og vegur aðeins um 100 grömm. Móðirin sleikir af honum himnurnar, hlýjar honum og örvar hann. Þetta hjálpar honum að finna spena með næringu. Þar sem líkamshiti hans er óstöðugur fram að þriggja vikna aldri hjúfrar hann sig notalega upp að maga móðurinnar og sýgur broddinn sem inniheldur mörg mótefni. Eftir nokkra daga er það mjólk sem hann sýgur úr móðurinni og í það fer þriðjungur af tíma hans fyrsta mánuðinn. Innan 7 til 10 daga er kettlingurinn búinn að tvöfalda líkamsþyngd sína. Innan fimm vikna er hann farinn að geta hreyft sig og skilningarvit hans taka að þroskast, tími hans fer til skiptis í leiki og svefn þegar hann er ekki að sjúga spena.

Skilningarvitin fimm

Við fæðingu hefur kettlingurinn rétt nægilega þroskað lyktarskyn til að finna móður sína. Hann getur líka gert greinarmun á þrennskonar bragði: sætu, söltu og súru, en á þeim tveimur síðarnefndu hefur hann litlar mætur. Á hinn bóginn er hann blindur og heyrnarlaus en þessi skilningarvit öðlast hann á næstum því sama tíma. Heyrnarskynið kemur í kringum fimm daga aldur en kettlingurinn tekur ekki að greina sundur hljóð fyrr en við 14 daga aldur. Við eins mánaðar aldur er hann farinn að þekkja rödd móður sinnar. Á milli 7. og 15. dags opnar kettlingurinn augun. Fjarlægðarskyn öðlast hann þó ekki fyrr en þremur til fjórum dögum síðar. Það tekur hann nokkra daga að læra á þessi nýju skilningarvit sín.

Kettlingurinn öðlast frábært jafnvægisskyn mjög ungur jafnvel þó að hann sé ennþá fremur klaufskur. Samhæfing hreyfinga er honum erfið fyrstu tvær vikurnar. Hann fer að ganga á fjórum fótum í kringum 17 daga aldur og er orðinn nógu fimur til að klóra sér á eyrunum með afturfæti í kringum þriggja vikna aldur. Við 35 daga aldur er hann farinn að geta klórað og dregið inn klærnar.

Mikilvægustu líkamssvæðin

Helstu svæði líkamans þroskast ekki öll á sama hraða. Þannig fæðist kettlingurinn með hlutfallslega stórt höfuð og útlimir hans taka síðan að lengjast svo kettlingurinn virðist vera háfættur. Eftir það þroskast aðrir hlutar líkamans þar til þeir ná eðlilegum hlutföllum eins og hjá fullvöxnu dýri.

Atferli

Þrifnaður, að gera þarfir sínar og að éta (þ.e. sjúga spena), er að miklu leyti meðfætt atferli en læðan kennir kettlingunum þetta einnig mjög hratt. Þegar við 15 daga aldur er kettlingurinn farinn að geta sleikt á sér framlappirnar. Við 30 daga aldur byrjar hann að nálgast kattarsandkassann og klórar utan í hann. Frá þriggja vikna aldri er hann fær um að gera þarfir sínar hjálparlaust í kassann. Þegar við fjögurra vikna aldur getur hann nærst með því að herma eftir móðurinni og tileinka sér þar með hennar fæðuvenjur.

Kettlingurinn tekur að þróa það samskiptaatferli sem tilheyrir kattardýrum í kringum þriðju æviviku og sú þróun tekur enda við 7. eða 8. viku. Hann byrjar að leika sér í kringum 3 vikna aldur. Hann leikur sér þá við aðra kettlinga og móður sína og lærir þar með samskipti við sína eigin tegund. Þannig lærir kettlingurinn einnig að hafa hemil á klóri og fá áhuga á „bráð“, þ.e. skordýrum eða litlum hlutum. Rándýrsatferlið sem tilheyrir tegundinni tekur að mótast við lok fyrsta ævimánaðar. Samskiptahæfni sem beinist að vinsamlegum tegundum (t.d. mönnum og hundum) á sér stað í kringum þriðju viku og þeirri þróun lýkur um þriggja mánaða aldur. Kettlingurinn þarf að alast upp í umhverfi sem er ríkt af sjónrænu, hljóðrænu og samskiptalegu áreiti. Hann nær smám saman jafnvægi í tilverunni með því að honum er strokið, haldið á honum nokkrar mínútur á dag, hafður í návist barna og annarra dýra og umkringdur ýmiskonar hljóðum. Atferli hans á fullorðinsárum er að miklu leyti háð því hversu litríkt umhverfi hans er á þessum tíma.

Myndskeið

The kitten’s first steps

No experience can replace these few fascinating months during which the kitten blooms to become an adult cat. This evolution should take place in complete serenity, by adhering to a few essential rules with respect to choosing his breed and welcoming him at home, and by providing him with nutrition and care that will ensure his well-being and health.

  • facebook