Að halda kettling

Prenta
Val á kettlingi

Skuldbinding sem varir alla ævi dýrsins

Kettlingurinn kemur með gleði inn á heimilið þar sem hann mun þroskast og dafna. Sú ákvörðun að eignast kettling felur í sér skuldbindingu til margra ára. Þess vegna þarf skynsemi ekki síður en tilfinningar að ráða för við val á kettlingnum.

Þegar þú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þú viljir fá kött á heimilið er næsta skref að ákveða af hvaða kyni hann skuli vera.

Húsköttur eða köttur með ættartölu?

Köttur með ættartölu, þ.e.a.s. afkvæmi foreldra sem valdir eru af kattaræktanda og sem hefur verið vel vaninn, uppfyllir þau skilyrði um líkamsbyggingu sem eru staðall fyrir tegundina. Hið sama gildir um persónueinkenni dýrsins. Slíkur köttur ætti að aðlagast nýja heimilinu auðveldlega. Aðlögunin getur stundum verið erfiðari þegar um húsketti er að ræða því forfeður þeirra og fyrra umhverfi eru ekki alltaf þekkt. Erfitt er að segja til með vissu um hegðun hans og þróun eftir að hann verður fullvaxinn.

Hinn fullkomni félagi

Ef þú velur kött með ættartölu þarftu að velta því fyrir þér hvers konar félaga þú sækist eftir. Viltu þokkafullan kött eins og Abyssinian-köttinn? Á hann að vera fjölhæfur eins og British-kötturinn eða rólyndur með voldugt útlit eins og Maine Coon?

Fjölbreytni kattakynja er það mikil að eðlilegt er að leita víða fanga. Kattaræktarfélög og önnur samtök sem tengjast köttum eru rétti vettvangurinn til að fá traustar upplýsingar um ketti og kattaræktendur.

Kattasýningar veita einstakt tækifæri til að skoða kattategundir í fjölbreytni sinni og fegurð og rabba við kattaræktendur. Mælt er með heimsókn á staðinn þar sem kettlingurinn fæddist og hóf uppvöxt sinn, ef henni verður mögulega viðkomið. Þannig færðu að vita meira um umhverfið sem hann er sprottinn úr og við hvaða aðstæður hann eyddi fyrstu ævidögunum.

Félagsmótun kettlingsins á sér stað milli annarrar og sjöundu viku ævi hans og er afar mikilvægt tímabil í uppvextinum. Þarna ákvarðast atferli hans til framtíðar að miklu leyti því á þessu tímabili lærir hann að taka umhverfinu og þeirri hegðun sem hann kynnist sem sjálfgefnum.

Fress eða læða?

Það er sagt að læðurnar séu gæfari og fressin fáskiptari ... eða var það öfugt? Staðreyndin er sú að enginn köttur væri blíðari þó að hann væri af hinu kyninu. Raunar dregur gelding stórlega úr muninum á fressköttum og læðum, en mælt er með henni nema ætlunin sé að rækta kattarkyn.

Mun mikilvægari en val á kyni er viðeigandi félagsmótun kattarins sem mun tryggja ánægjulegt samband kattar og manns. Þess vegna ættirðu umfram allt að kanna eðli þessa framtíðarfélaga þíns og gæta þess að það falli að þínum lífsvenjum.

Myndskeið

Choosing your kitten

Before acquiring your kitten, it is desirable that you ask yourself the right questions.This deep desire to share your life with a kitten must be based on a precise personal analysis, as this choice commits you for long years.

  • facebook