Heimssamtök kattaræktenda

Prenta
Með ástríðu fyrir köttum

Kettir með ættartölu

Kettir með ættartölu eru í öllum heimsálfum þökk sé kattaræktarsamtökum sem skrá fæðingar í ættbækur, annast sýningarhald, útnefna kattadómara og varðveita tegundarviðmiðin sem tilgreind eru í stöðlum eða þróa þau áfram. Þessi félög eru ólík hvert öðru á marga vegu og iðka auk þess mismunandi kattadóma, „hefðbundna“ eða „ameríska“ dóma.

Um 60 ræktaðar kattategundir eru til sem eftir atvikum eru viðurkenndar eða ekki viðurkenndar í mismunandi kattaræktarsamtökum. Í heimi kattaræktunar tíðkast mismunandi skráningaraðferðir á ættartölum þar sem nýr meðlimur tegundar er skráður við fæðingu. Þegar ætternið hefur verið staðfest getur viðkomandi köttur á tilteknum tíma, vanalega eftir þrjá til fjóra mánuði, tekið þátt í kattasýningum, sem eru fegurðarsamkeppni, þar sem hægt er að vinna til margskonar titla.

Þessar sýningar halda kattaræktarfélög sem eru innan vébanda sambanda og lúta reglum þeirra. Sum þessi sambönd eru landssambönd eins og LOOF í Frakklandi eða GCCF á Englandi en önnur starfa víða um heim eins og CFA, FIFe, WCF og TICA.

  • facebook