Royal Canin Kettir og kettlingar Kettir Af hverju koma kettir heim með dauð dýr?

Kettir

Prenta
Af hverju koma kettir heim með dauð dýr?

Af hverju koma kettir heim með dauð dýr?
Kettir eru stórkostleg dýr, en hafa auðvitað sína galla eins og flest gæludýr t.d. að klóra í uppáhalds leðursófann þinn eða nudda sér upp við þig á meðan þú vinnur eða reynir að fá svefnfrið. Helsti gallinn er þó líklega sá að þeir eiga það til að færa eigendum sínum blóðug hræ af bráð sinni líkt og þeir væru að færa þér innpakkað jólagjöf með stórri rauðri slaufu.

Af hverju koma kettir heim með dauð dýr?
Kettir eru stórkostleg dýr, en hafa auðvitað sína galla eins og flest gæludýr t.d. að klóra í uppáhalds leðursófann þinn eða nudda sér upp við þig á meðan þú vinnur eða reynir að fá svefnfrið. Ógeðfellsti gallinn er þó líklega sá að þeir eiga það til að færa eigendum sínum blóðug hræ af bráð sinni líkt og þeir væru að færa þér innpakkað jólagjöf með stórri rauðri slaufu.

En af hverju gera kettir þetta?
Eru kettir kaldrifjaðir morðingjar sem elska ekkert heitar en að leika sér að litlum saklausum dýrum á milli þess sem þeir brýna klærnar?
Eða er kannski önnur dýpri ástæða fyrir þessu öllu saman?
Ég er viss um að þú sért búin að átta þig á því að það er það síðarnefnda.
Kettir eru fædd veiðidýr, þeir hafa beittar tennur og klærnar eins og hnífar.
Loppurnar eru þykkar og þeir geta læðst upp að bráðinni án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér.
Þeir hafa mjög góða náttsjón og eru einstaklega liprir og snöggir.
Forfeður okkar byrjuðu á að temja villta ketti fyrir um 10.000 árum þó svo að kettir hafi orðið gæfir og haldið mannfólki félagsskap eru þeir enn með villta eðlið í sér.
Sama hvað þú knúsar og dúllar við köttinn þinn eða leikur við hann, munt þú aldrei hafa af honum veiðieðlið.
Kettlingarnir læra af móður sinni, í því fellst að kenna þeim að sjá um sig sjálfir m.a. að ná sér í fæðu. Móðirin tekur þetta í nokkrum skrefum hún byrjar á því að koma með bráðina dauða til þeirra og lætur þá éta hana, næst kemur hún með hálfdauða bráð sem hún lætur þá klára að drepa og svo að lokum éta, á endanum þegar þeir eru tilbúnir fer hún með þá út og sýnir þeim hvernig á að veiða bráðina. Það hefur einnig verið rannsakað að læður gera þetta við kettlinga sem þær eiga ekki sjálfar svo sterkt er móður og veiðieðlið.

Læður eru mun líklegri að koma heim með bráð, aðalútskýringin fyrir því er að þær eru að reyna að draga fram veiðieðlið í okkur sem við höfum greinilega ekki 
Svo næst þegar kisa kemur heim með hræ og skilur það eftir á veröndinni reyndu að muna að hún elskar þig innilega og vill gleðja þig.

http://nicolaas.articlealley.com/why-cats-bring-in-dead-animals-460709.html
http://www.nature.com/ncomms/journal/v4/n1/full/ncomms2380.html
http://www.cat-world.com.au/why-does-my-cat
Grein tekin af www.iflscience.com
http://www.iflscience.com/plants-and-animals/why-do-cats-bring-home-dead-animals
Þýðing: Sandra Björk

  • facebook