Að halda kött

Prenta
Fóðrun

Kettir eru rándýr

Ólíkt manninum, sem er alæta, er kötturinn kjötæta, og líkami hans fullkomlega lagaður að slíku fæði. Með því að gefa honum Health Nutrition fóður sem er miðað við stærð tegundarinnar og aldur kattarins, næmi hans eða sérstaka eiginleika kynsins, stuðlar þú að heilbrigði hans.

Lögun kjálkanna hentar til að höggva fæðuna í sundur, ekki að tyggja, en kötturinn er með 30 hvassar tennur. Í munnvatninu eru engin meltingarensím og kattarmaginn getur melt bráð sem gleypt er hratt. Af þessu leiðir að kötturinn hefur mjög sértækar fæðuvenjur. Þannig getur þessi mikli nartari, sem kötturinn er, átt 12 til 18 máltíðir á dag sem allt í allt vara skemur en í 30 mínútur og dreifast yfir allan sólarhringinn; aðeins örfá grömm eru innbyrt hverju sinni. Fæðan fer í stórum bitum niður í magann.

Næringarþarfir kattarins eru háðar lífsvenjum hans, aldri, heilsu, hvort hann er geldur eða ekki, sérgreinandi eiginleikum viðkomandi kattategundar og næmi hans hvað varðar t.d. meltingu og húð. Af þessu öllu þarf að taka mið við fæðuval.

Inniköttur eða útiköttur?

Köttur sem ekki fer út brennir lítilli orku. Eðlilegur dagskammtur fyrir hreyfingarlítinn kött, sem vegur um 3,5 kg án aukafitu, er um 50 g af þurrfóðurskögglum með orkuinnihaldi upp á 350 hitaeiningar á hver 100 grömm.

Sumir kettir hafa tilhneigingu til að hafa ofan af fyrir sjálfum sér með áti. Í slíkum tilvikum þarf að hafa gát á daglegri skammtastærð. Jafnframt er nauðsynlegt að velja Health Nutrition fóður með hæfilegu orkuinnihaldi, til að koma í veg fyrir ofþyngd, ekki síst þegar um er að ræða innikött sem þar að auki hefur verið geldur. En þegar kynhormónum fækkar í dýrinu eins og gerist við geldingu eykst matarlystin. Kötturinn getur þyngst um 30% af líkamsþyngd sinni næstu mánuðina eftir geldingu.

Köttur sem fer út reglulega eyðir meiri orku og þarf að neyta um 70 hitaeiningum meira á dag en inniköttur. Þörfin eykst eftir því sem hann eyðir meiri tíma utandyra en takmarkast af svæðinu sem hann hefur til umráða og veðurfari. Hvað sem þessu líður er mataræði kattarins ekki ákveðið í eitt skipti fyrir öll. Margir svokallaðir útikettir verða sannkallaðir innikettir þegar vetur gengur í garð.

Fullorðinn inniköttur eyðir um 30% af vökutíma sínum í að sleikja á sér feldinn. Hárin sem hann innbyrðir við þetta eyðast í innyflunum en þessar snyrtivenjur skapa þá hættu að hárhnyklar myndist í meltingarveginum. Náttúrulega losun á hárum má auðvelda með því að örva tæmingu maga og næringarflutning um maga og garnir. Þar kemur til sögunnar Health Nutrition fóður sem ríkt er af ógerjanlegum trefjum.

Í samræmi við tegund

Þó að kettir með ættartölur séu oft innikettir eru næringarþarfir þeirra eins ólíkar og eðlisgerðin og útlitið. Health Nutrition svarar ekki á sama hátt þörfum hjá 10 kg þungum, hálfsíðhærðum Main Coon, vöðvastæltum og snögghærðum Siamese, síðhærðum Persian eða hárlausum Sphinx.

Sem dæmi þarf Sphinx-kötturinn orkuríkt fæði til að viðhalda þyngd sinni en Persian þarf mat sem hentar lögun kjálkanna og hefur næringarinnihald sem heldur feldi hans heilbrigðum. Þarfirnar eru ólíkar.

Í samræmi við aldur

Meðalævilíkur katta eru 14 ár en þó er ekki óalgengt að kettir verði eldri en 20 ára. Góð umhirða og hæfilegt Health Nutrition fóður geta í senn aukið lífsgæði og lengt líf kattarins.

Við öldrun tekur ónæmiskerfinu og meltingargetu að hraka og matarlyst minnkar. Þá verður erfiðara að tyggja. Þegar svo er komið þarf að gefa kettinum Health Nutrition fóður sem sérhannað er fyrir gamla ketti. Slíkt fæði er mýkra undir tönn, hefur meira vítamíninnihald og er bragðbetra.

Sérstakt næmi

Sjötíu prósent katta sem eru eldri en þriggja ára stríða við tannvandamál. Þessir sjúkdómar grassera oft án þess að vera greindir en á sama tíma valda þeir dýrinu sársauka sem getur haft áhrif á atferli þess og almenna heilsu. Mataræði getur hjálpað til við að halda góðri tannheilsu.

Þannig gerir það tannburstun auðveldari og hægir þar með á myndun tannskánar ef kötturinn fær köggla sem hvetja hann til að bryðja og nota þannig tennurnar.

Myndskeið

An exceptional relationship

Grace of motion, softness of coat, mischievous unpredictability... The promises of an affectionate and knowing presence are already there, ready to bloom. As the only one in charge of his animal’s health and well-being, man owes it to himself to know his kitten’s true needs among which nutrition is an essential element.

  • facebook