Vöxtur, lykilstigið

Prenta
Vaxtarferillinn

Hver hundur vex á sínum hraða

Hvolpar vaxa ekki eins, hvort sem um er að ræða smávaxnar, meðalstórar, stórar eða risavaxnar tegundir. Vaxtarferlar gera eigendum kleift að meta eðlilegt vaxtarmynstur hvolpa, en það er ekki línulegt í tíma.

Vöxturinn er lykilstig í ævi hundsins og segir jafnframt til um lundarfar hundsins í framtíðinni, myndunarfræðilega eiginleika hans og líkamsbyggingu.

Þyngdaraukningarferlar

Til að átta sig á hvort hvolpurinn vex eðlilega eða ekki hefur dýralæknirinn mörg gagnleg tæki, meðal annars kúrfur sem sýna meðalvöxt karl- og kvendýra. Þær gera kleift að kanna þyngdarþróun hvolpsins frá fæðingu til fullorðinsára. Dagleg þyngdaraukning eykst eftir fæðingu, þar til hún nær stöðugleika og minnkar síðan eftir því sem dýrið nálgast fullorðinsstigið (í aldri og þyngd). Venjulega þyngist hvolpurinn um 5 til 10% af fæðingarþyngdinni á dag fyrstu vikurnar. Vaxtarkúrfur sýna að smávaxnar tegundir vaxa hægar en eru þó hlutfallslega þungar mjög snemma, við fæðingu og þegar þær eru vandar af, í samanburði við fullorðinsþyngdina síðar. Með öðrum orðum segja þessar upplýsingar að hvolpar smávaxinna tegunda séu fæddir „lengra komnir“ en meðalstórir hvolpar og stórir hvolpar. Hins vegar hafa hinir síðarnefndu hlutfallslega litla fæðingarþyngd og vaxa hratt og jafnt.

Marktækar breytingar á þroska eftir tegundum

Mismunur milli hundategunda kemur þegar í ljós við fæðingu. Til dæmis gýtur Miniature Poodle tík einum til þremur hvolpum sem hver um sig vegur 150 til 200 grömm. Tík af Newfoundland-kyni gýtur 8 til 10 hvolpum sem hver og einn vegur 600 til 700 grömm. Þó að risavaxinn fullorðinn hundur vegi 25 sinnum meira en smár hundur er hlutfall fæðingarþyngdar aðeins 1 á móti 6. Misstórar hundategundir eiga því töluvert ólíka leið í vændum í áttina að fullum vexti. Af þessu leiðir:

Smávaxinn hundur nær helmingi fullorðinsþyngdar sinnar við 3 mánaða aldur en stór hundur við 5 til 6 mánaða aldur.

Miniature Poodle nær fullorðinsþyngd sinni við 8 mánaða aldur og hefur hann þá margfaldað fæðingarþyngd sína tuttugufalt. Newfoundland-hundur heldur hins vegar áfram að vaxa upp að 18 til 24 mánaða aldri þar til hann hefur margfaldað fæðingarþyngd sína hvorki meira né minna en hundraðfalt!

Mikilvægt er að átta sig á þessum mun snemma í vextinum og líffræðilegu atferli á þessu vaxtarstigi. Það skýrir sérstaklega þörfina fyrir Health Nutrition fæði fyrir heilbrigðan vöxt, en það hæfir ekki aðeins aldri hvolpsins heldur einnig stærð hans og tegund.

Myndskeið

Growth, anatomy and puberty

Knowing well your puppy means respecting him. It means helping your puppy build the bases of his present and future health and well-being.

  • facebook