Vöxtur, lykilstigið

Prenta
Vanið af spena

Frá fæðingu þar til vanið hefur verið af

Eftir fáeinar vikur getur blindur og heyrnarlaus hvolpur tekið stöðu sína í stigveldi heimilisins, sem er ólík þeirri stöðu sem hann hafði hjá móðurinni og systkinum sínum, eftir að hann hefur verið vaninn af spena.

Fæðingin

Fæðing á sér stað eftir 63 daga meðgöngu að meðaltali. Vikuna áður viðar tíkin að sér ýmsum hlutum til að gera sér bæli, leitar að rólegum stað, eða gerir hið gagnstæða, þ.e. leitar eftir félagsskap húsbónda síns. Líknarbelgurinn með hvolpinum birtist í mesta lagi 12 klukkustundum eftir að tíkin missir vatnið. Ef líknarbelgshimnan er ekki þegar rifin sér móðirin um það fljótt eftir að gotið hefur átt sér stað. Hún nagar sundur naflastrenginn og sleikir brjósthol nýburans til að örva öndun hans. Næstu hvolpar fylgja síðan í kjölfarið með hléum sem geta staðið í frá fáeinum mínútum upp í hálftíma.

Hvolpurinn fæðist ósjálfbjarga. Hann er heyrnarlaus og blindur með afar veikt lyktarskyn og lítt mergslíðrað taugakerfi og er því ófær um að nema skynhrif snögglega og bregðast við þeim. Móðirin ýtir hvolpunum að spenunum svo þeir geti sogið broddmjólkina. Fyrsta mjólkin er ómetanleg fyrir ónæmiskerfi þeirra. Fyrir utan ómetanlegt næringargildið, en móðurmjólkin inniheldur miklu meira prótein en venjuleg mjólk, veitir hún hvolpunum 95% af því mótefni sem nauðsynlegt er til varnar sýkingum. Þannig skilar móðirin „ónæmisminni“ sínu áfram til hvolpanna á 5 til 7 vikna tímabili og bíður eftir þeim tímapunkti þegar þeir eru reiðubúnir að verja sig sjálfir gegn sýkingum.

Fyrstu dagarnir

Móðirin þrífur og snyrtir til hvolpana fyrstu vikurnar. Hún sleikir kvið þeirra, sem er nauðsynlegt fyrir hægðir þeirra og þvaglát. Hvolparnir nærast af móður sinni um tuttugu sinnum á dag. Þeir bregðast eingöngu við snertiáreiti og leita í varma og þar með til móður sinnar með því að skríða. Þeir byrja að opna augun við 10 til 15 daga aldur. Barnatennurnar koma í ljós við 20 daga aldur.

Við fjögurra vikna aldur fá hvolparnir heyrnina og taka að bregðast við hljóðum. Þar með hefst það tímabil er þeir taka að kanna umhverfi sitt og leika sér, tengjast móðurinni og uppgötva hina hvolpana. Eigandinn getur þá notað tækifærið þegar hvolparnir eru vakandi til að láta þá venjast mannalykt með því að leika við þá og snerta þá varlega.

Félagsmótunarstigið nær yfir tímabilið frá þriðju til níundu viku. Á því tímabili læra hvolparnir samskipti og fá tilfinningu fyrir stöðu sinni í stigskipaninni með því að nema snupranir móðurinnar, lyktar- og líkamsstöðumerki. Á þessu tímabili ná hvolparnir að miklu leyti jafnvægi í tilveru sinni og fá þörf fyrir aukna fjölbreytni í umhverfi sínu. Nú þarf hvolpurinn að venjast ýmsu áreiti sem hann skynjar: hljóðum og lykt, sem og kynnast þeim einstaklingum sem hann þarf að lifa í sátt og samlyndi við.

Vanið af spena

Tíkurnar gefa frá sér mjólk að meðaltali í sex vikur eftir got en mjólkurframleiðslan er mest við þriggja vikna aldur hvolpanna. Á þessu tímabili er mikilvægt að tíkin fái vel að éta til að uppfylla orkuþörf sína, en þó ekki of mikið. Magn mjólkurinnar sem tíkin gefur af sér má meta með því að vigta hvolpana reglulega fyrir og eftir gjöf. Gera má ráð fyrir því að 32 kg þung Labrador-tík, sem er með átta hvolpa á spena, framleiði 2,4 sinnum eigin líkamsþyngd af mjólk til að koma afkvæmum sínum á legg.

Á næstu vikum, þegar dregur úr mjólkurmynduninni, tekur móðirin að kasta upp mat til að auka við fæðu hvolpanna sem fara að sýna matarskálinni hennar aukinn áhuga. Þetta tímabil markar upphafið að því að smátt og smátt sé farið að venja þá af spena, þar til skipt er yfir í vaxtarfæði við 6 til 8 vikna aldur. Líkt og gildir almennt um breytingar á mataræði þarf að venja hvolpana jafnt og þétt af spena þannig að skipt sé hægt úr móðurmjólkinni yfir í mat sem hæfir vaxtarstigi hvolpsins. Næringarþarfir hvolpsins eftir að vanið hefur verið af eru sambærilegar við þarfir móðurinnar við lok mjólkurgjafar (þ.e. á tímabilinu þegar hún þarf að byggja upp forða sinn að nýju), en það auðveldar verk eigandans töluvert. Hann getur því gefið hvolpunum sama Health Nutrition fæðið og móðurinni, enda er því jafnt ætlað að stuðla að mjólkurmyndun tíkarinnar og vexti hvolpanna, blandað volgu vatni og þurrmjólk. Eftir því sem á líður þarf að blanda þennan mat sífellt minni vökva, þar til hvolparnir eru nær alveg hættir á spena, en þá er hægt að gefa hann eins og hann kemur fyrir áður en skipt er yfir í það Health Nutritrion fæði sem gefið er eftir að þeir hafa verið vandir af.

Myndskeið

The puppy’s first steps

Already trusting, already close, the puppy is ready to share and receive anything his owner will be willing to give him. Knowing well his needs to preserve his health is man’s first duty. Nutrition, synonymous with health, disease prevention, protection of the body, is an essential component of his vitality.

  • facebook