Vöxtur, lykilstigið

Prenta
Rétt fóðrun

Rétt fóður fyrir hvolpinn

Vaxtarstigið er erfiðasta æviskeið hundsins með tilliti til lífeðlisfræðilegra þátta því vöxturinn er hraður og ákafur. Á þessu skeiði ákvarðast myndunarfræðilegir þættir hundsins og vaxtarlag. Fóðursamsetningin leikur stórt hlutverk í þessari uppbyggingu.

Fæðið á vaxtarskeiðinu leggur grunn að framtíðarheilsu hundsins. Með því að uppfylla næringarþarfir hvolpsins tryggir það velferð hans á þessu viðkvæma æviskeiði. Gefa þarf hvolpinum í hæfilegu magni fóður sem tekur mið af eiginleikum viðkomandi tegundar, stærð tegundarinnar og hæfni hvolpsins til að melta næringarefni.

Sérsniðið fóður með tilliti til stærðar

Stærð tegundarinnar er grundvallarþáttur í fæðuvalinu. Við þriggja mánaða aldur vegur Fox Terrier 2 til 3 kíló en hvolpur af kyni risavaxins hunds vegur um 20 kíló. Hinn mikli stærðarmunur er augljós staðreynd, ekki síst hvað varðar ginið. Þurrfæði hentar hvolpinum best vegna samsetningar þess, en erfitt er fyrir smáhundinn að ná tannfestu á meðalstórum kögglum og fyrir risavaxna hunda eru þeir svo litlir að þeir fara til spillis. Því er mikilvægt að velja köggla sem hvað stærð og gerð snertir henta gini og tanngerð smárra, meðalstórra og stórra hvolpa, eftir atvikum.

Ennfremur eru hvolpar misviðkvæmir á mismunandi sviðum eftir stærð sinni. Til dæmis veldur offóðrun auknum vexti í stórri hundategund og gerir dýrið útsett fyrir kvillum í beinum og liðamótum en hjá smávaxinni hvolpategund getur hún leitt til ofþyngdar á fullorðinsárum. Rétt magn næringar í samræmi við stærð og næringarþörf hvolpsins kemur í veg fyrir hættu á ofþyngd.

Neysla kalsíums og fosfórs

Gæti skyldi að því að dýrið fái nægilegt magn af kalsíum og fosfór í fæðunni til að koma í veg fyrir beinvandamál. Kalsíumskortur er dæmigert einkenni á hvolpi sem eingöngu er fóðraður á kjöti eða heimatilbúnum mat án steinefna til viðbótar. Ásamt ofneyslu á D-vítamíni er þessi skortur ástæða algengustu vaxtartruflana sem stafa af óheppilegri fæðu.

Of mikil kalsíumneysla er alveg jafnskaðleg fyrir hvolpinn og kalsíumskortur. Því skyldi aldrei bæta kalsíum við fæðið til að örva vöxtinn.

Health Nutrition vaxtarfæði skal gefa hvolpinum á meðan hann er að vaxa og það er mismunandi eftir tegundum. Vaxtarskeiðið stendur í 8 til 10 mánuði hjá smávöxnum tegundum, 12 mánuði hjá meðalstórum tegundum, 15 til 18 mánuði hjá stórum tegundum og 18 til 24 hjá risavöxnum hundum. Næringarinntakan ætti að vera í mismunandi skömmtum til að koma í veg fyrir offylli eða skort í gegnum vaxtartíma dýrsins.

Gæðanæring fyrir alla

Hvolpur hefur alltaf þörf fyrir meiri næringu en fullorðinn hundur, sama af hvaða kyni hann er. Hann þarf orku til að viðhalda sér en einnig til að mynda nýja vefi svo hann stækki. Hann þarf meira af próteini, steinefnum, vítamínum og snefilefnum en fullvaxinn hundur. Þess vegna veitir Health Nutrition vaxtarfæðið hvolpinum meira prótein um leið og tryggt er að aðeins sé um gæðaprótein að ræða. Fæðan þarf að vera afar auðmeltanleg því taka þarf með í reikninginn takmarkaða meltingargetu hvolpsins. Hún þarf að innihalda hágæða korn og næringarsamsetningu sem stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar.

Ónæmisbilið

Ónæmisvarnir hvolpsins velta á mótefnunum sem hann fær frá móðurinni og þar er grundvallaratriði broddmjólkin sem hann neytir í 36 til 48 klukkustundir eftir fæðingu. Milli 4 og 12 vikna aldurs minnkar hlutfall mótefna úr móðurmjólk niður fyrir varnarþröskuldinn. Þetta mikilvæga tímabil er kallað ónæmisbilið og þetta er hættutími hvað varðar sýkingar því magn mótefnis frá móðurinni er það hátt að það tálmar viðbrögð við bólusetningu. Bóluefni verða ekki virk fyrr en eftir 12 vikur. Á þessum tíma verður ungi hvolpurinn líka fyrir mörgum streituvöldum sem reyna á ónæmiskerfið. Allt frá ræktunarmiðstöðinni til heimilis fjölskyldunnar breytist umhverfi hans stöðugt. Það að koma í nýtt umhverfi neyðir hvolpinn til að verja sig gegn mögulega hættulegum gerlum jafnvel þó að hann sé ennþá mjög viðkvæmur fyrir bakteríu- og veirusýkingum. Health Nutrition fæðið inniheldur meðal annars tárín, lútein, E- og C-vítamín og mammófásykrur, en þessi efni styrkja náttúrulegar varnir hvolpsins.

Myndskeið

Growth, anatomy and puberty

Knowing well your puppy means respecting him. It means helping your puppy build the bases of his present and future health and well-being.

  • facebook