Frá uppvexti til fullorðinsára

Prenta
Stórir hvolpar

Þeir stóru

Stórir hundar eru þeir sem fullvaxnir ná 26 til 44 kg þyngd. Í þessum hópi eru afbragðsgóðir smalahundar, sporleitar-, björgunar- og blindrahundar. Þessir hundar eru líka tryggir félagar og ávallt fúsir til að fara í útivistarferðir með húsbændum sínum. Fylgjast þarf sérstaklega vel með vexti þessara hunda.

Stórir varðhundar á borð við German Shepherd hundinn, leitar- og björgunarhundar eins og Belgian Shepherd Malinois, smalahundar á borð við Briard og hjálparhundar eins og Golden Retriever, hafa eðlislæga getu til vinnu. Þeir eru kraftmiklir og einbeittir, sterkbyggðir og með miklu hreyfigetu. Engu að síður eru þeir hæfir til að lifa í þéttbýli svo lengi sem þarfir þeirra til útivistar eru uppfylltar. Vaxtartími þeirra nær yfir samtals 15 til 18 mánuði. Þessir hvolpar hafa oft viðkvæmari meltingu en smávaxnir hundar.

Beinhreyfingar sem þarf að fylgjast með

Á fyrsta æviárinu meira en 80-faldar stórvaxinn hundur fæðingarþyngd sína en smávaxinn hundur sem fullvaxinn vegur undir 10 kílóum þyngist aðeins um 20-falda fæðingarþyngd og nær fullri stærð í kringum 10 mánaða aldur (og sumir jafnvel fyrr, eins og kjölturakkar á borð við Chihuahua). Þessi mismunur útskýrir hvers vegna galla í vexti beinagrindarinnar er nær eingöngu að finna í stórum hundum, nokkuð sem undirstrikar jafnframt mikilvægi réttrar fæðu fyrir vöxt þeirra. Ónægt magn próteina eða kalsíums í fæðunni hefur áhrif á uppbyggingu beinagrindarinnar. Hins vegar veldur of orkumikil fæða ofþyngd á unga aldri sem gerir hvolpinn útsettan fyrir beinvandamálum eða veldur óeðlilegum vexti liða. Með því að takmarka orkumagn fæðunnar og gefa réttar skammtastærðir með hæfilegu millibili næst betri stjórn á vextinum og hættum er haldið í lágmarki.

Viðkvæmari melting

Þegar hvolpur hefur verið vaninn af spena er meltingarkerfi hans óþroskað. Hann ræður ekki við að meðtaka mat í miklu magni og meltir sterkju illa. Vegna líkamsbyggingar sinnar eru stórir hvolpar mjög viðkvæmir. Meltingarfæri þeirra eru hlutfallslega smærri en í smáhundum og viðvera fæðunnar í ristlinum er mun lengri, sem veldur aukinni gerjun og lakari hægðum. Health Nutrition fóður hefur samsetningu næringarefna sem tryggir jafnvægi í þarmaflórunni. Í fóðrinu eru trefjar á borð við psyllium sem ýta undir flutning fæðunnar og auðmeltanleg prótein. Health Nutrition fóðrið stuðlar þannig að afbragðsgóðri meltingu. Neysla gæðafóðurs stuðlar ennfremur að heilbrigðum vexti vöðva og bolsins. Þetta fóður uppfyllir næringarþarfir stórra hvolpa en kemur í veg fyrir ofþyngd og þar með sköddun á beinum og liðum.

Ofát skal banna

Eigendur stórra hunda telja sumir að ef þeir ofala dýrið sitt verði það stærra fullvaxið. Þetta er ekki rétt! Það leiðir einfaldlega til þess að hundurinn tekur vöxtinn (og umfram allt þyngdina) út fyrr en ella. Snemmvöxtur er hins vegar ekki hagstæður dýrinu því hann veldur of miklu álagi á óþroskaða beinagrindina sem getur valdið skaða á beinum og liðum. Ekki er óalgengt að eigendur stórra hunda eða risavaxinna hunda gefi dýrunum aukabita með miklu kalsíum-innihaldi. Þetta má aðeins gera ef hundurinn er fóðraður á heimalöguðu fæði sem sérlagað er fyrir hann og þar sem undirstaðan er kjöt, grænmeti og annað mjölvaríkt fæði.

Ef hundurinn er fóðraður eingöngu á tilbúnu vaxtarfóðri, sem þar með inniheldur nægilegt magn af kalsíum, eru slíkir aukagjafir ekki bara tilgangslausar heldur hættulegar. Rannsóknir á kalsíumþörf stórra hunda í uppvexti leiða skýrt í ljós að ofneysla á kalsíum getur haft áhrif á beinvöxt og skaðað bein og liði.

  • facebook