Frá uppvexti til fullorðinsára

Prenta
Smávaxnir hvolpar

Smáhundar

Smáhundar kallast þeir sem ná ekki yfir 10 kg fullvaxnir. Flestir þeirra eru gæludýr jafnvel þó að þeir séu af kyni sem notað er til veiða, t.d. Dachshund. Þeir dveljast að mestu innandyra og útivist þeirra á sér oft stað í þéttbýli.

Smávaxnir hundar ná fljótt fullum þroska, við 8 til 10 mánaða aldur, og hafa meiri lífslíkur en margar stórar hundategundir. Mesti vöxturinn á sér stað fyrstu sex mánuðina en á þeim tíma þyngist smáhundurinn um 20 grömm á dag að meðaltali. Þessi skammi og ákafi vöxtur hefur nokkur sérstök einkenni sem gæta þarf að. Þannig þarf að fylgjast sérstaklega vel með tannheilsu og meltingargetu auk þess sem hætta er á að dýrið þrói með sér offitu.

Mismunandi tanngerðir

Í sumum smáhvolpum, t.d. Yorkshire Terrier, eru skammæru tennurnar („barnatennur“) afar smáar. Þær eru rétt greinanlegar á yfirborði gómsins. Þó að varanlegar tennur leysi barnatennurnar smám saman af hólmi frá fjögurra til sex mánaða aldurs þarf að hafa í huga að varanlegu tennurnar eru líka smáar og mikilvægt að matarkögglarnir séu að stærð og lögun sem hentar þeim. Smáhundar eru meira útsettir fyrir tann- og munnholsvandamálum. Þar sem efri og neðri tannbogi lokast ekki vel saman verða samskil slæm þannig að matarleifar safnast fyrir milli tannkrónanna og mynda skilyrði fyrir bakteríugróður.

Viðkvæm melting við hraðan vöxt

Þegar vanið er af spena minnkar hæfni hvolpsins til að melta móðurmjólk og meltingarfæri hans taka smám saman að venjast kornsterkju. Þó að meltingarhæfnin þróist hratt nýtir þriggja mánaða hvolpur mun verr próteinin, fituna og náttúrulegu efnin og orkuna sem eru í matnum en fullorðinn hundur. Fæðuumskiptin gera kleift að skipta yfir í Health Nutrition mataræðið sem hæfir stærð kjálka og tanna hundsins, styrkir náttúrulegar varnir hans, stuðlar að heilbrigðum vexti og meltist vel.

Snemmmyndun fituvefjar

Smáhvolpar geta haft kenjótta matarlyst og þar þarf að hafa í huga hættuna á ofþyngd.

Við fæðingu vegur hvolpur af smávöxnu hundakyni 5% af fullorðinsþyngd sinni en það er fimm sinnum hærra hlutfall en hjá stórum tegundum. Hvolpurinn á eftir að tuttugufalda fæðingarþyngd sína á mjög stuttu vaxtarstigi, og vex hraðast við tveggja mánaða aldur. Vaxtartíminn endar við 8 mánaða aldur kjölturakka (t.d. Chihuahua og Miniature Spitz) og við 10 mánaða aldur hjá öðrum smávöxnum hundategundum.

Vegna þessa snemmbæra vaxtar byggist fituvefurinn hratt upp í smáhundum. Þar sem orkuneysla hefur bein áhrif á myndun fitufrumna er mikilvægt að fylgjast með þyngdarferli hvolpanna, ekki síst þar sem gelding eykur enn á hættuna á ofþyngd. Health Nutrition fæðið hentar smáhvolpum og fæst í æskilegum skammtastærðum sem valda ekki ofþyngd en tryggja um leið heilbrigðan vöxt.

Aðeins má verðlauna hvolpinn með matargjöfum ef þær eru innan ramma ráðlagðrar næringarsamsetningar og daglegrar orkuneyslu.

  • facebook