Frá uppvexti til fullorðinsára

Prenta
Risavaxnir hvolpar

Risarnir

Risavaxnir hundar teljast þeir vera sem vega fullvaxnir yfir 45 kg. Slíkir hundar flokkast í fleiri en 25 tegundir. Þeir vaxa hratt og lengi og fylgjast þarf náið með vexti þeirra til að vinna gegn kvillum í beinum og liðamótum og um leið þarf að huga að viðkvæmu meltingarkerfi þeirra.

Meðal þeirra hunda sem falla í flokk risavaxinna hunda eru Bloodhound, sem er veiðihundur, Rottweiler-hundur, sem upphaflega er smalahundur, Saint Bernard, sem er fjallahundur, og Newfoundland-hundurinn, sem er sjóbjörgunarhundur. Mikill vöxtur þessara stóru hunda undirstrikar viðkvæma líkamsbyggingu þeirra.

Afar langt og stíft vaxtarskeið á tveimur stigum

Hvolpur risavaxinna tegunda nær hálfri fullorðinsþyngd sinni í kringum 5 mánaða aldur. Milli 2 og 8 mánaða aldurs stækkar hann um 2 cm á hverjum tveimur vikum að meðaltali. Hann heldur áfram að vaxa þar til hann er orðinn 18 til 24 mánaða. Fæðingarþyngd hans hefur þá margfaldast um 80 til 100 (en hjá litlum hundum margfaldast fæðingarþyngdin um 20 til 30). Tíminn sem mjög stór hvolpur er vaninn af spena er mun viðkvæmara tímabil í vaxtarskeiðinu en hjá smáum og meðalstórum hvolpum, eða á þeim tíma þegar næringarþörf hvolpsins er í hámarki. Fyrsta vaxtarstigið nær fram að 8 mánaða aldri, og á því bili er vöxturinn gífurlega hraður. Á þessum sama tíma er hvolpurinn að miklu leyti að byggja upp ónæmisvarnir sínar en það gerist á milli 4. og 12. viku. Frá 18 til 24 mánaða aldurs er vöxturinn mun hægari en þá eru vöðvarnir að þroskast.

Aðlaga þarf næringarinntöku

Hættulegt er að framkalla of hraðan vöxt í hvolpi af risavaxinni tegund. Í Health Nutrition fæði sem hæfir fyrsta vaxtaskeiðinu, frá tveggja til átta mánaða aldurs, er hæfilegt fitumagn og orka sem stuðlar að æskilegum vaxtarhraða og kemur í senn í veg fyrir offitu og vannæringu. Þetta fóður inniheldur næringarefni sem styrkja bein og verja liði auk virkra efna sem styðja við ónæmiskerfi hvolpsins.

Frá átta mánaða aldri lýkur áhættuskeiði hvað varðar beinagrindina. Þá tekur vaxtarbrjóskið sem er á öllum beinendum í hvolpum að lokast. Lokun vaxtarbrjósks lýkur í kringum 18 mánaða aldur. Eftir það heldur hvolpurinn áfram að þyngjast og auka vöðvamassann en hann stækkar ekki mikið meira. Hann hefur nú þegar náð 90% af fullorðinsstærð sinni. Health Nutrition fóðrið sem ætlað er þessu seinna vaxtarstigi inniheldur meiri orku en það sem gefið er á fyrra stiginu en er þó hæfilegt og leiðir ekki til ofþyngdar með tilheyrandi álagi á ómótaða liðina.

Það gildir jafnt um fyrsta og annað stigið á vaxtarskeiði hvolpa af risavöxnum tegundum að hafa verður í huga hvað meltingarfæri þeirra eru viðkvæm.

Viðkvæmt meltingarkerfi

Hvolpar af risavöxnum tegundum hafa ennþá viðkvæmari meltingarfæri en aðrir hvolpar. Ýmsir líkamlegir og lífeðlisfræðilegir eiginleikar valda þessari viðkvæmni. Meltingarvegurinn er hlutfallslega smærri en í smáhundum og flutningur fæðunnar tekur um tvöfalt lengri tíma. Þetta veldur aukinni gerjun og rökum og ójöfnum hægðum. Í Health Nutrition fóðri er einstaklega gæðaríkt prótein sem jafnframt er mjög auðmeltanlegt. Samsetning virkra efna í fæðunni, sem auk psyllium-trefja auðga þarmaflóruna og vernda slímhúð meltingarvegarins, er svarið við viðkvæmu meltingarkerfi og bætir hægðirnar.

Health Nutrition vaxtarfóður fyrir hvolpa af risavöxnum tegundum styður við hvolpinn í gegnum bæði stig vaxtarskeiðsins með því að veita honum hámarks meltingaröryggi og stýra vexti hans.

  • facebook