Frá uppvexti til fullorðinsára

Prenta
Meðalstórir hvolpar

Þeir meðalstóruThe MEDIUMS

Meðalstórir hundar kallast þeir sem fullvaxnir vega á bilinu 11 til 25 kg. Þetta eru tegundir eins og Brittany, Beagle, English Cocker Spaniel og French Bulldog. Þeir eru þjónustuhundar og gæluhundar og mynda næstum þriðjung þeirra hundategunda sem tilgreindar eru hjá alþjóðahundaræktarsambandinu, Fédération Cynologique Internationale (FCI).

Veiðihundar, smalahundar, varðhundar, sleðahundar... Flestir hundar í millistærðarflokknum eru þjónustuhundar sem þekktir eru fyrir hugrekki, kraft og líkamlega burði til að vinna utandyra. Þeir geta lagt mjög hart að sér en nú á tímum lifa þeir oft í borgarsamfélagi. Engu að síður eru þeir áfram mjög virkir og kraftmiklir hundar. Þó að vöxtur þeirra sé skilgreindur sem meðalhraður miðað við smáhundana (en vöxtur þeirra er hraður) og stóra hunda (en vaxtartími þeirra nær yfir næstum því tvö fyrstu æviárin) er sá tími þegar líkami meðalstóru hundanna er að byggjast upp afar mikilvægur.

Viðkvæmt ónæmiskerfi

Á fyrstu vikum ævi sinnar bæta meðalstóru hvolparnir daglega við sig um 5% til 10% af fæðingarþyngd sinni og upplifa fæðuumskipti þegar skipt er úr móðurmjólkinni yfir í fasta fæðu. Hafið er að venja hvolpana af spena í kringum þriggja vikna aldur og best er að þá taki við bleytti maturinn sem tíkinni er gefinn á þeim tíma þegar hún er mjólkandi, en hann hæfir báðum vel. Hvolpunum eru gefnir þurrir kögglar þegar þeir hafa verið vandir af, eða um sjö vikna aldurinn. Á aldrinum 4 til 12 vikna er hvolpurinn á viðkvæmu tímabili hvað ónæmiskerfið varðar. Þá minnka mjög ónæmisvarnirnar sem móðurmjólkin hefur látið hvolpinum í té en á sama tíma eru hans eigin varnir ekki sem bestar. Þær styrkjast ekki fyrr en hvolpinum hafa verið gefin bóluefni. Health Nutrition* fæði sem hæfir vexti hvolpsins frá því að hann er vaninn af spena og til 12 mánaða aldurs styrkir náttúrulegar ónæmisvarnir hans með sérstakri samsetningu næringarefna.

Fyrir heilbrigðan vöxt fyrsta árið

Frá fæðingu til eins árs aldurs mun hvolpurinn 40- til 50-falda þyngd sína. Efnaskipti hans kalla á tvisvar sinnum meiri næringarinntöku en hjá fullorðnum hundi jafnvel þó að meltingarkerfi hans sé óþroskað. Health Nutrition vaxtarfæði uppfyllir næringarþörfina án þess að fylla magann um of og er auðmeltanlegt. Hágæðaprótein tryggja góða meltingu og trefjarnar í fæðunni viðhalda jafnvægi í þarmaflórunni. Kalsíum og fosfór í réttu magni styðja við heilbrigðan vöxt beina.

Gefa ætti hvolpum af meðalstærð Health Nutrition vaxtarfæði þar til þeir hafa náð 12 til 14 mánaða aldri.

  • facebook