Að halda hvolp

Prenta
hvolpar

Hvernig velja skal hvolp

Að halda hund á heimili er skuldbinding til langs tíma og krefst mikillar umhugsunar. Hundar lifa að meðaltali í tíu ár. Þar af leiðandi þarf að velja sér hundategund sem gott er að laga að eigin lífsvenjum. Þó þarf vitaskuld að læra inn á hvernig skal lifa með hundinum.

Hvaða tegund á að velja?

German Shepherd fjárhundurinn virðist hlýðinn, Labrador-hundar blíðir við börn og Greyhound sjálfstæður. Hins vegar er ekki hægt að flokka nokkurn hund svona afdráttarlaust. Fremur ætti að velja tegund í samræmi við hlutverkið sem hundurinn á að gegna og líta þá meðal annars til stærðar hans og þyngdar. Þannig er jafn óviðeigandi að velja sér Yorkshire Terrier sem varðhund og að læsa þýskan Mastiff eða Pyrenees-hund inni í íbúð allan daginn. Meginreglurnar eru þær að smávaxnir hundar þurfa minna rými en meðalstórir hundar þó að þeir fyrrnefndu séu taugastrekktari. Stór hundur þarf síðan alltaf meira rými. Þó gildir það um allar hundategundir að eigandinn þarf að sinna dýrinu oft á dag. Gagnlegt er að styðjast við upplýsingar frá hundaræktendum þegar þú velur þér hund. Hundasýningar eru upplagt tækifæri til að kanna úrval hunda og spjalla við hundaræktendur.

Rakki eða tík?

Tíkur eru vanalega minni en karlhundar og það getur haft áhrif á val þitt. Helstu vandræðin eru vegna fengitímans tvisvar á ári, venjulega á vorin og haustin. Hann endar alltaf á því að karlhundarnir safnast saman og sýna einbeittan vilja sinn.

Hvar á að fá hund?

Best er að kaupa hvolpinn sinn hjá hundaræktanda sem sérhæfir sig í viðkomandi tegund. Hvolpurinn er þá kominn undan dýri sem ræktandinn þekkir vel, hefur valið sjálfur og getur talað um af viti. Þess vegna er öruggt að hvolpurinn uppfyllir þau myndunarfræðilegu skilyrði sem eru staðall fyrir tegundina. Hið sama gildir um meginþætti í lundarfari dýrsins. Mælt er með heimsókn til hundaræktandans. Þar gefst þér tækifæri til að sjá móður hvolpsins og kynnast lífsskilyrðum hans frá fæðingu, sem og að rabba við hundaræktandann. Þar sem hundaræktandinn er fagmanneskja vill hann eða hún tryggja að valin sé hundategund sem hæfir lífsháttum kaupandans. Lista yfir hundaræktendur má fá hjá samtökum hundaeigenda, dýralæknum og hundaræktarfélögum.

Myndskeið

The diversity of canine breeds

A symbol of devotion and loyalty, the dog embodies the pet par excellence. So much more than a pet whose appeasing and securing presence is coupled with a completely unselfish attachment, the dog assists man in a great variety of circumstances. With nearly 400 breeds, no other domestic animal shows such diversity.

  • facebook