Hundar sem þjóna manninum

Prenta
Öryggishundar

Hundurinn sem öryggishjálp

Varðhundar, sporhundar, lögregluhundar, sendihundar, sjúkrahundar ... Í dag gegna hundar mikilvægu hlutverki við leit að vetniskolefnum, sprengjum og eiturlyfjum. Hér leggur hundurinn fram trygglyndi sitt, örlæti og hæfileika til þjónustu við samfélagið og til að gæta öryggis okkar.

Áður fyrr í herþjónustu

Herhundar

Alveg frá þrettándu öld fyrir Krist börðust hundar í orrustum milli manna. Sú tegund var skyld Tibetan Mastiff hundi en þó enn tilkomumeiri á velli. Þessi Mastiff-hundur er fluttur inn frá Asíu og tegundin er jafnvel enn grimmari en veiðihundar faraóanna. Margir hafa keypt hann í Egyptalandi og síðan Grikklandi. Í Rómaveldi og á 1. öld f. Kr. áttu þessir hundar í frægum orrustum við stríðshunda Galla. Í gegnum aldirnar voru sífellt veglegri brjóstbrynjur gerðar fyrir þessa hunda. Þeir hurfu úr orrustum á 19. öld samhliða útbreiðslu skotvopna.

Varðhundar

Einstakt þefnæmi þessara hunda og vilji þeirra til að verja og gæta húsbænda sinna varð til þess að þeir voru gerðir að varðhundum við kastala, borgarvirki, vígi og borgarmúra. Núna standa þessir hundar vörð við afgirt svæði.

Sendihundar

Fyrir daga fjarskipta var gjarnan notast við hunda sem sendiboða. Að fá nýjustu fréttir um áform eða eiga samskipti við aðra staði á víglínunni er vissulega nauðsynlegt til að geta skipulagt hernaðarárás og varnaráætlanir.

Burðarhundar og vagnhundar

Hundar voru mikið notaðir til að bera skotfæri, matarbirgðir og jafnvel vopn til vígstöðvanna. Meira að segja voru tvær gerðir af burðarhundum þjálfaðar til verka í fyrri heimsstyrjöldinni, loftskeytahundar og dúfuburðarhundar. Hinir fyrrnefndu báru símavíra sem var rúllað eftir hættulegum leiðum í gegnum skotgrafirnar, skotbardaga og gaddavírsgirt svæði, svo hægt væri að gera við símalínur sem hafði slegið út við bardagann. Hinir síðarnefndu voru þjálfaðir til að bera bréfdúfur að útvarðarstöðvum.

Öðrum var beitt fyrir vagna til að bera sjúkrabörur.

Lögregluhundar

Vegna verndareðlis og sjálfsbjargarviðleitni urðu forverar lögregluhunda snemma frægir af afrekum sínum. Þeir fældu út óvini sem höfðu falið sig í kjarri eða öðru þykkni, gerðu varðflokkum kleift að umkringja óvininn og gerðu viðvart er óvinaherflokkur nálgaðist.

Sjúkrahundar

Fyrstu hundarnir sem notaðir voru til að finna slasaða og særða voru þjálfaðir í Egyptalandi. Þegar bardaganum var lokið voru þessir hundar látnir fara á vígvöllinn og leita að særðum hermönnum sem þeir gáfu merki um og sleiktu. Næstu sjúkrahundarnir komu fram á 20. öld. Þeir eru þjálfaðir til að finna særða og gefa merki um þá með því að koma til baka með hluti sem tilheyra þeim. Þannig var hermannahjálmur oft fyrsta merkið fyrir sjúkramennina sem létu þá hundinn fara aftur til hins særða. Fjölmargir vitnisburðir eru til um hetjudáðir þessara hunda.

Nútíminn

Þar sem hernaðarátök hafa breyst mjög mikið hvað varðar staðsetningar og tækni hefur notkun þessara hunda þróast. Fallhlífahundar og hundar sem báru bréfdúfur hafa verið þróaðir áfram en einnig sprengjuleitarhundar, hundar sem finna gasleka og fíkniefnahundar.

Leitargeta er byggð á vilja hundsins til að fá aftur leikfangið sitt og geta síðan leikið sér við húsbónda sinn. Þannig geta t.d. sprengiefni, fíkniefni eða kveikiþræðir verið eitthvað sem hundurinn þarf að finna áður en hann fær leikfangið sitt.

Fíkniefnahundar

Þeir eru leikglaðir og kraftmiklir. Þessi tegund af leitarhundi er yfirleitt meðalstór og með sveigjanlegan búk sem gerir honum kleift að rekja leið sína hvert sem er og jafnvel ef til þarf klifra eða ryðja hindrun úr vegi. Hann er þolinn og er stundum látinn leita oft á dag. Oft er notast við þessa hunda við húsleitir. Hundurinn getur fundið falin fíkniefni og þannig hraðað aðgerðum þar sem þarf að leita mjög ítarlega.

Sprengjuleitarhundar

Hér er notast við sömu hunda og við fíkniefnaleit en í ljósi hættunnar þarf hann að vera rólegri og framkvæma leitina án æsings. Vinsælustu tegundirnar eru belgískir og þýskir fjárhundar.

Hundar sem leita að vetniskolefni

Þessir hundar eru þjálfaðir með mismunandi vetniskolefnum og notaðir eftir eldsvoða til að greina efnin sem brennuvargar hafa notað. Hægt er að nota þá til að fyrirbyggja skaða eins og þar sem hætta er á skógareldum. Hundurinn merkir staðinn með því að klóra og eldfim efni eru síðan fjarlægð eða sýni tekin á staðnum þar sem hundurinn klórar þegar eldsvoði er. Það sem gerir starf hundsins erfiðast er að þurfa að athafna sig eftir að margt fólk hefur traðkað niður jarðveginn á svæðinu og við aðstæður þar sem erfitt er að beita þefskyninu. Eldur þurrkar út ýmiskonar lykt en gefur frá sér ýmsa aðra lykt sem stundum getur verið eitrandi, er alltaf óþægileg og sem fylgja eiturgufur.

Varðhundar og lögregluhundar

Hlutverk hundsins snýst um að hafa hemil á aðila sem húsbóndi hans bendir á. Árvekni og hlýðni eru þeir eiginleikar hundsins sem helst er sóst eftir hér. Hundinum er sleppt lausum og hann á ekki að sýna af sér neina árásargirni nema einstaklingurinn reyni að flýja. Ennfremur má treysta hundinum fyrir því að gæta hlutar, t.d. farartækis.

Myndir

  • facebook