Royal Canin Hundar og hvolpar Hundurinn Hundar sem þjóna manninum Hvað er hægt að gera með hundinum í frístundum og íþróttum?

Hundar sem þjóna manninum

Prenta
Sleðahundur

Að stunda íþróttir eða eiga frístundir með hundinum sínum

Mörg ólík tækifæri gefast til að eiga góðar stundir með hundinum sínum. Kúra í sófanum, fara í göngutúr, mæta á hundasýningar eða stunda íþróttir. En þó að um fjölbreytta og ólíka iðju geti verið að ræða gildir alltaf að hundurinn og húsbóndi hans þurfa að ná vel saman, annars verður enginn leikur og því síður verður fagnað sigri í keppni.

Viðburðir á landsvísu, í löndum þar sem hundaræktarsamtök eru starfandi, lúta yfirleitt alþjóðlegum reglum.

Hundasýningar

Hundasýningar geta verið landsmót eða alþjóðleg mót, þar sem hundar af mismunandi kyni eru metnir með tilliti til myndunarfræðilegra eiginleika og atferlis, af dómurum og sérfræðingum, á grunni staðla sem gilda fyrir viðkomandi kyn. Hundaræktunarfélag Íslands (HRFÍ) stendur fyrir fimm alþjóðlegum hundasýningum á ári hverju. Auk þess halda Royal Canin og HRFÍ í sameiningu tvær hvolpasýningar á ári þar sem hvolpar á aldrinum 3-6 mánaða annarsvegar og 6-9 mánaða geta tekið þátt.

Hundaíþróttir

Hundar geta tekið þátt í margskonar keppni, allt eftir eiginleikum sínum og kyni. Þar fá eigendur tækifæri til að stunda íþróttir með dýrinu og þjálfa það.

Eftirfarandi eru ýmsir möguleikar á hundaíþróttum, hafa skal það í huga að ekki er keppt í öllum þessum greinum hér á Íslandi:
Veiðar: hæfnisprófun úti í mörkinni (bendihundar), veiðikeppni (veiðihundar), sportveiðikeppni, keppni við að leita í jörðu ...

Leitir: truffluleitarkeppni (sveppaleitarhundar)

Keppni í vatnsbjörgun eða viðburðir fyrir hunda sem þjálfaðir eru í sundi: aðallega fyrir Newfoundland-hunda

Kapphlaup: Kapphlaupahundar (Whippet-hundar og Greyhound).

Smölunarkeppni: fjárhundar (Pyrenean Shepherd, Border Collie o.fl.)

Sporleit: leitað að hlutum og fólki

Ring, Mondioring, Campagne, IPO (RCI):

Þessi keppnismót samanstanda af ýmsum viðburðum þar sem hundurinn sýnir meðfædda hæfileika sína á mörgum sviðum. Allt eftir dagskrá viðburðanna geta hundarnir t.d. keppt í að stökkva yfir hindranir, keppt í hlýðni, baráttugleði, varnarviðbrögðum og sporleit.

Hundafimi: Hundarnir hlaupa í kapp eftir hindrunarbraut sem líkist „árásarbraut“ eða vegahindrunum.

Canicross: Eigandinn hleypur með hundinum á leiðarmerktu náttúrulegu útisvæði. Þetta er í raun keppnisútfærsla af því að fara út að skokka með hundinn við hlið sér. Canicross nýtur síaukinnar vinsælda um heim allan og er kom ágætis hefð fyrir canicross keppnum hér á landi.

Kastbolti: Þetta er boðhlaup þar sem minnst fjórir hundar eru í liði. Hver hundur fer yfir fjórar hindranir sem settar eru niður með 15 metra millibili. Eftir þær tekur við kassi með gormi sem skýst upp úr og hundurinn þarf að láta kassann opnast. Bolti skýst upp úr kassanum sem hundurinn þarf að sækja eftir að hafa stokkið yfir allar hindranirnar sem liggja í gagnstæða átt.

Svifdiskur: Hundurinn hleypur á eftir svifdiski (frisbídiski) sem húsbóndi hans kastar á loft.

Sleðahundar

Hundum var fyrst beitt fyrir sleða fyrir um fjögur þúsund árum í Síberíu. Sleðadráttur sem íþrótt, þ.e. sleðahlaup, kom þó aðeins fyrst fram snemma á 20. öld. Á meðan gullæðið var í fullum gangi urðu til hópar sem vildu láta sleðahundana sína reyna með sér í keppni.

Mót af þessi tagi hafa margfaldast að fjölda í Bandaríkjunum og Kanada en urðu fyrst til í Alaska. Í Nýja-Englandi í Bandaríkjum var Hundasleðafélag Nýja-Englands stofnað árið 1924. Á Vetrarólympíuleikunum í Lake Placid árið 1932 var sleðahlaup sýningargrein en greinin naut töluverðra vinsælda hjá stórum hópi fólks. Í dag eru mót af þessu tagi nánast óteljandi, sértaklega í Norður-Ameríku. Þessi mót eru árlegir viðburðir þar sem tugþúsundir manna mæta.

Skíðað með sleða

Vagga sleðaíþrótta eru á Norðurlöndum, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Hins vegar er vinsælasta íþróttin ekki að renna sér á sleða heldur það sem kallað er „pulka“, þar sem skíðað er með sleða. Í þessari íþróttagrein er gönguskíðamaðurinn bundinn með taumi við liðið sitt, sem eru yfirleitt einn til þrír hundar, sem draga sleðann. Á Norðurlöndunum eru gjarnan notaðir byssuhundar (Braque Pointer hundar, bendihundar og Setter-hundar), því þessar tegundir fara hraðar yfir á stuttum vegalengdum (7-12 km) og skapgerð þeirra hentar betur fyrir strit í einveru.

Sleðadráttur hunda er nú lykilgrein í hundaíþróttum. Innan vébanda sambandanna hefur þessi íþrótt nú náð alþjóðlegri útbreiðslu.
________________________________________________ 

Á vef HRFÍ má nálgast viðburðadagatal þar sem má finna hvað sé á döfinni

Myndskeið

Terrier dogs, pack dogs, gun dogs

Terrier dogs, water dogs, pack dogs, pointing or retrieving dogs, they all have specialties, physical builds, olfactory or visual characteristics of their own.

Öll myndskeið :

Myndir

  • facebook