Hundar sem þjóna manninum

Prenta
Aðstoðarhundar

Sumt fólk hefur ávallt hund við hlið sér og hann veitir því bráðnauðsynlegan stuðning. Þessir einstöku hundar hafa verið þjálfaðir til að aðstoða fatlað fólk, mál- og heyrnarlausa, sem og blinda og sjónskerta.

Aðstoðarhundar fyrir fatlaða

Þessir hundar eru af tegundum sem valdar eru vegna yfirvegunar sinnar, hlýðni og hæfileika til að læra skipanir. Þetta eru til dæmis Labrador og Golden Retriever. Þjálfunin er í mörgum stigum. Hvolpinum er fyrst komið fyrir hjá fósturfjölskyldu sem sér um þjálfun hans og kennir honum hlýðni með hjálp hlýðniskóla. Svo fær hundurinn sérþjálfun við að aðstoða manneskju með skerta hreyfigetu. Við lok tímabilsins eru þessi hundar hæfir til að hlýða um helmingi skipana, t.d. að taka upp hlut sem hefur fallið á jörðina, að færa einhverjum hluti (t.d. síma), að opna og loka dyrum, að kveikja og slökkva ljós og hjálpa við að færa stólinn á stöðum með litlu aðgengi.

Leiðsöguhundar

Þessar tegundir eru einnig valdar vegna hlýðni sinnar og hæfni til að læra. Hér er oft um að ræða German Shepherd hunda, Swiss White Shepherd hundar, Flat Coat Retriver, Golden Retriever og Labrador Retriever. Hvolparnir eru sóttir í mjög sérhæfðar ræktunarmiðstöðvar sem hafa verið settar upp í þessum tilgangi og starfa í samvinnu við skóla fyrir leiðsöguhunda. Hvolparnir eru vistaðir hjá svokölluðum fósturfjölskyldum um leið og þeir hafa verið vandir af spena og síðan er þeim dreift á milli mismunandi hlýðniskóla.

Þjálfun stendur yfir í nokkra mánuði og skiptist upp í mörg tímabil þar sem hundurinn lærir fyrst og fremst hlýðni. Þetta eru að megninu til æfingar sem snúast um að hundurinn þarf að fara í ákveðnar líkamsstöður, sækja hluti, venjast því að vera með hálsband og ganga við hlið eigandans. Leiðbeinandi stýrir að mestu þessum hluta þjálfunarinnar. Á næsta stigi lærir hundurinn að sneiða hjá alls kyns hindrunum og vara húsbónda sinn við þeim. Þetta er erfiðasta augnablikið á þjálfunartímanum. Hundurinn er síðan sendur til sjónskertrar eða blindrar manneskju sem þarf að venjast nærveru hans og láta hann leiða sig áfram við ýmsar athafnir. Afar náið samband tekur þá að myndast milli manns og dýrs. Leiðbeinandinn er tengiliður milli þeirra og tekur stundum að sér hlutverk hins blinda eða sjónskerta gagnvart hundinum.

Eftir nokkra mánuði í hundaskólanum eru hundurinn og blinda eða sjónskerta manneskjan tilbúin til að takast á við daglegt líf saman næstu árin.

Hundar fyrir heyrnarskerta

Fjölmargar miðstöðvar um heiminn þjálfa slíka hunda, sérstaklega í Bandaríkjunum, Englandi og Hollandi.

Þetta eru yfirleitt Golden Retriever en einnig Welsh Gorgi og Bearded Collie hundar. Frá átta vikna til eins árs aldur dveljast þessir hundar hjá fósturfjölskyldum, helst á heimilum þar sem eru börn, og þar fá þeir þjálfun þar sem þeir venjast ólíkum stöðum (borgum, verslunarmiðstöðvum, skógum o.fl.). Síðan fer hundurinn í þjálfunarmiðstöðina til að læra til framtíðarhlutverks síns.

Val á tegundum til þessa starfs er mikilvægt því hér reynir mjög á hæfni hundsins til að læra: Hann þarf að hlýða yfir 70 munnlegum skipunum og 20 líkamsmerkjum. Ennfremur er raddtónn og framburður heyrnarlausra ólíkur þeirra sem hafa heyrn og það kallar á enn frekari aðlögun hundsins.

Þegar um er að ræða hjálparhund fyrir daufdumba tekur þessi þjálfun tvö ár í stað eins. Hundaþjálfun snýst fyrst og fremst um að láta hundinn bregðast við hljóðum og aðvara húsbónda sinn. Til dæmis stekkur hann upp á rúmið um leið og vekjaraklukkan hringir, ýtir við buxnaskálm eigandans þegar hringt er dyrabjöllunni og tekur vingjarnlega í hönd hans til að gera honum viðvart um óvænta heimsókn. Þetta hefur þann aukavinning fyrir hinn fatlaða eiganda að einangrunin er rofin.

Myndskeið

Assistance Dogs

The dog’s ability to learn, the gentleness and patience of certain breeds have made for an extraordinary development of his role in providing sensory support to visually impaired or hearing impaired people and have enabled to improve their integration into personal or professional life.

  • facebook