Royal Canin Hundar og hvolpar Hundurinn Hundar notaðir í báráttunni gegn krabbameini

Hundurinn

Prenta
veimeraner

Nýlega komu niðurstöður úr nýrri rannsókn, þar sem hundar voru notaðir til að greina krabbamein.

Hundar, býflugur og ávaxtaflugur eiga öll það sameiginlegt að geta þefað uppi krabbamein. Það er vonast til, með þessari aðferð, að hægt verði að greina krabbamein á fljótlegan og auðveldan hátt. Vísindamenn geta þá stefnt að því að þróa "rafræn nef" og boðið upp á hraðvirkari skimun.
Ný rannsókn frá Gian Luigi Taverna í Humanitas Research Hospital, sem staddur er í Mílanó, hefur leitt í ljós frábærar niðurstöður, í rannsókninni tóku þátt 2 hundar sem þefuðu uppi blöðruhálskrabbamein með mjög nákvæmum niðurstöðum.
Niðurstöðurnar voru kynntar sunnudaginn 18. maí á Annual Meeting of the American Urological Association ( Linkur : http://www.aua2014.org/ ).

Best er auðvitað að geta greint krabbameinið sem fyrst, því fyrr þeim mun auðveldara er að meðhöndla sjúkdóminn. Sumar tegundir krabbameins koma þó hinsvegar ekki í ljós fyrr en eftir 5 ára vöxt, þær tegundir eru bris-, brjósta- og blöðruhálskrabbamein, en eftir þann tíma verða lífslíkurnar hættulega lágar.
Rannsóknir á blóði og þvagi eru oft á tíðum hægar og kostnaðarsamar og gerir þeim efnalitlu erfitt fyrir að fara í skimun og rannsókn.
Sum dýr hafa mjög háþróað lyktarskyn sem gerir þeim kleift að lykta og bera kennsl á sumar tegundir krabbameins.
Hundar geta t.d. verið þjálfaðir á mismunandi hátt þegar þeir finna krabbann, gelt eða gefið önnur merki, einnig hafa ávaxtaflugurnar verið erfðabreyttar þannig að þær glóa þegar þær finna hann.

Ítalskir rannsóknarmenn notuðu 2 þýska fjárhunda sem áður voru notaðir í sprengjuleit.
Eftir 5 mánuði í þjálfun voru 430 þvagprufur lagðar fram fyrir þeim. 200 prufur komu frá einstaklingum sem höfðu verið greindir með blöðruhálskrabbamein og 230 heilbrigðar svo vitað var.
Annar hundurinn gat greint 100% blöðruhálskr.mein prufurnar en hinn aðeins 98,6%.
Fleiri rannsóknir munu vera gerðar, einnig verða notaðir mismunandi þjálfaðir hundar og annarskonar sýni.

Heimilislæknirinn mun líklega ekki mæta með hunda til þess að skoða þig í árlegu skoðuninni, en vísindamenn eiga enn margt eftir órannsakað hvernig *VOCs virkar.
Hundar hafa u.þ.b. 40 sinnum sterkara lyktarskyn en mannfólkið og eru vísindamenn að reyna átta sig á hvernig það virkar.

Um allan heim er verið að þjálfa og nota dýr til þess að þefa uppi þvagblöðru-, eggjastokka-, brjósta-, lungna- og blöðruhálskrabbamein.
Takmarkið með þessum rannsóknum er að þróa tæki sem greinir á sem fljótlegastan og öruggastan máta.

www.iflscience.com
Þýðing: Sandra Björk

http://www.iflscience.com/health-and-medicine/dogs-incredibly-accurate-when-sniffing-out-cancer
http://www.aua2014.org/
http://www.iflscience.com/health-and-medicine/fruit-flies-have-been-genetically-modified-glow-when-they-detect-cancer
http://www.reuters.com/article/2014/05/19/us-dog-detection-prostate-cancer-idUSKBN0DZ1UZ20140519

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21790506?dopt=Abstract&holding=npg

*Volatile Organic Compounds (VOCs) (Flókin lífræn samsetning sem breytist auðveldlega í gufu eða gas. Þau innihalda þætti eins og vetni, súrefni, flúor, klór, bróm, súlfat og nítrógen ásamt kolefnum.)

  • facebook