Hundurinn

Prenta
gigtveiki

Gigtveiki er gríðarlega algeng hjá eldri hundum.

Algengt er að eldri hundar fái gigt. Einkenninn eru að hundar eiga erfitt með hreyfingar, eins og t.d. stökkva upp í bíl eða komast upp stiga og eru einkennin meira áberandi í köldu veðri. Talið er að fimmti hver fullorðinn hundur sé gigtveikur. 
Lífsgleði hunda felst m.a í að geta hreyft sig óhindrað. Þeir eru að eðlisfari forvitnir og nota óspart öll skilningarvit til að geta kannað umheiminn bæði í leik og starfi.

Þetta vita góðir hundaeigendur og fara því reglulega út að ganga með hundana sína svo að þeir geti fengið útrás fyrir þessar þarfir. 
Ef eldri hundur fer að sýna minni áhuga á útiveru og hreyfingu, er ellinni gjarnan kennt um. 
En raunin þarf ekki endilega að vera sú. Oftast eru það verkirnir sem gigt hefur í för með sér sem veldur hreyfingarleysi hundanna. Þess vegna þurfa eigendur fullorðinna hunda að vera á varðbergi gagnvart ýmsum vísbendingum sem gætu bent til þess að hundurinn þjáist af gigt.

Fyrstu einkenninn eru oft þær að hundurinn verður stirður, hann á erfitt með að standa upp, hoppa uppí bíl eða ganga upp tröppur. Ef þessi einkenni gera vart við sig þarf að fara með hundinn til dýralæknis og fá nákvæma sjúkdómsgreiningu. Þessi sáraukafulli sjúkdómur getur verið mjög slæmur, liðagigtin hefur áhrif á liðina og bandvefi í dýrinu og veldur bólgum, gigtin sest oftast á afturlappirnar og mjaðmirnar. 

Ef hundurinn greinist með sjúkdómin er oft hægt að hjálpa honum með sérstöku gigtarfóðri sem er fáanlegt hjá dýralæknum, Í flestum tilfellum losnar hundurinn við kvalirnar og tekur gleði sína á ný. Margir eigendur lýsa því sem svo að hundurinn hafi “öðlast nýtt líf”.

  • facebook