Að halda hund

Prenta
fóður

Hver hundur þarf sitt fæði

Hundurinn hefur ekki sömu næringarþörf og maðurinn. Þess vegna er ekki gott fyrir hundinn að nærast með sama hætti og húsbóndi hans. Dagleg næring hans ætti að samanstanda, í hæfilegum hlutföllum, af öllum þeim næringarefnum sem nauðsynleg eru heilsu hans, með sérstaka eiginleika hans í huga: tegund, stærð, aldur og virkni. Markmið Health Nutrition er að ná eins og framast er unnt því jafnvægi sem mætir sértækum þörfum hvers einasta dýrs.

Maðurinn er alæta og líkami hans hefur aðlagast jafnólíkri fæðu og kjöti, grænmeti og ávöxtum. Hundurinn er allt öðruvísi enda er hann með afar nákvæma þarmaflóru sem er þúsundfalt óþéttari en í manninum. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum er það afar misráðið að telja að fóðra megi hundinn sem væri hann maður.

Fæða hundsins þarf að uppfylla allar þarfir hans og vera í nákvæmlega réttu magni, svo hann fái þrifist vel, sé heilsuhraustur og fullur af orku alla ævi. Health Nutrition fóðrið mætir þessum þörfum í samræmi við stærð hundsins, aldur hans, lífeðlisfræðilegt ástand (t.d. hvort hann er geldur eða ógeldur), virkni hundsins og umfram allt tegundina sem hann tilheyrir. Til eru næstum því 400 hundategundir sem margar hverjar eru afar ólíkar innbyrðis.

Í samræmi við stærð

Mismunur á þyngd og stærð milli ólíkra hundategunda er einn sá mesti sem fyrirfinnst í dýraríkinu. Hann liggur á milli mexíkóska dverghundsins Chihuahua, sem vegur 1 kg, til Saint Bernard hundsins, sem vegur 100 kg eða meira, þ.e.a.s. hlutfallið er 1 á móti 100. Þessi fjölbreytileiki leiðir af sér ólíka myndunarfræðilega, efnaskiptalega og atferlisfræðilega eiginleika sem hafa meiriháttar áhrif á heilsufar og mataræði. Eftir því sem fullvaxinn hundur er þyngri því minni orku þarf hann á hvert kílógramm sem hann vegur. Að sama skapi þarf smáhundur hlutfallslega meiri orku og fitu en meðalstór hundur. Aukinn eðlismassi í stórum hundum kallar á minni máltíðir sem jafnframt kemur sér vel fyrir viðkvæmt meltingarkerfi þeirra. Aukin orkunýting gefur jafnframt til kynna aukna nýtingu á próteinum, steinefnum og vítamínum. Stærð fóðurköggla og lögun þeirra ætti að vera í samræmi við stærð, lögun og styrkleika kjálkanna til að ná fram tanngripi, koma í veg fyrir að maturinn fari til spillis og ýta undir að dýrið bryðji kögglana.

Í samræmi við tegund

Sérhver hundategund er einstök. Feldurinn, matarvenjurnar, viðkvæmni kjálka og meltingarþörf, orkuþörf – allt getur þetta verið mjög ólíkt frá einum hundi til annars.

Þróunarteymið hjá Royal Canin vinnur náið með hundaræktendum, dýralæknum, vísindamönnum og dýranæringarráðgjöfum til að auka stöðugt þekkingu sína á hundategundum. Framþróun í næringarfræði helst í hendur við framþróun vísindanna. Ennfremur byggjum við á áralangri sögu af þróun dýrafóðurs þar sem markmiðið hefur ávallt verið að svara fullkomlega tilteknum næringarþörfum.

Boxer-hundur og Labrador eru af svipaðri stærð en hafa gjörólíkar næringarþarfir og samskonar fóður getur ekki uppfyllt þessar þarfir – raunar hið gagnstæða.

Boxer-hundurinn er kröftugur íþróttagarpur sem reynir mjög á vöðva sína og hjartað, brennir mikilli orku og verður nánast aldrei of feitur.

Labrador er á hinn bóginn stórbeinóttur hundur, gráðugur að eðlisfari, getur borið mikla fitu og hefur viðkvæma húð sem rík er af þurri flösu.

Sú aukna þekking sem við höfum aflað okkur á hundategundum og eiginleikum þeirra hefur aukið enn á gæði næringarinnar sem við höfum fram að færa.

Í samræmi við virkni

Vinnuhundar, eins og til dæmis veiðihundar og björgunarhundar, hafa ekki sömu næringarþörf og borgarhundar sem fara út að ganga í bandi bara tvisvar á dag. Innan sömu tegundar má finna töluverðan mun á hinum vinnusömu og hinum sem heima sitja. Þetta snýst ekki um tísku heldur sérhæfingu.

Hvolpafull tík hefur aukna þörf fyrir prótein, orku og steinefni frá og með sjöttu viku meðgöngunnar. Ennfremur veldur mjólkunin umtalsvert aukinni næringarþörf enda móðurmjólkin næringarrík og magnið mikið. 25 kílóa tík sem hefur gotið 6 hvolpum nær hámarksmjólkurframleiðslu upp á tvo lítra á dag þegar hvolparnir eru u.þ.b. þriggja vikna gamlir. Einungis sérhæft fæði uppfyllir þessa næringarþörf.

Í samræmi við lífsvenjur

Sumir hundar, sérstaklega smávaxnar tegundir, lifa í borgum og eru því mikið innandyra. Sérstaklega ber því að vera á varðbergi gagnvart hættunni á ofþyngd hjá þessum hundum. Þeir fá tækifæri til að brenna orku og samband þeirra við eigandann er mjög náið. Tilhneiging eigandans til að dekra við dýrið öllum stundum getur leitt til næringarójafnvægis. Health Nutrition fæðið hentar smávöxnum innihundum og er í ráðlögðum skammtastærðum sem fyrirbyggja þessa hættu og viðhalda hæfilegri þyngd hundanna. Sneiða ætti hjá verðlaunum í formi matargjafa nema þær séu innan ramma næringarþarfarinnar og dagskammtsins.

Í samræmi við aldur

Áður en hundurinn verður gamall nær hann fullþroskastigi þar sem hann sýnir enn engin merki öldrunar. Mögulegt er að lengja þetta tímabil með Health Nutrition fóðri sem stuðlar að því að hundurinn viðhaldi lífsorku sinni og vinnur gegn öldrun frumnanna.

Þegar hundurinn hefur lokið 75-80% af ævilíkum sínum er litið á hann sem aldraðan. Hér hefur Health Nutrition fóðrið fyrirbyggjandi áhrif gagnvart mörgum þrálátum sjúkdómum sem fylgja öldrun eða takmarkar sjúkdómseinkenni þegar því er að skipta. E- og C-vítamín, tárín, lútein og betakarótín styðja við náttúrulegar varnir í öldruðum hundi, sé þeirra neytt í réttu magni. Nauðsynlegar fitusýrur sem eru í fiskolíu (ómega-3) og hjólkrónu (ómega-6) stuðla að því að viðhalda heilbrigðum feldi og húð.

Aldraðir hundar eru síður en svo allir eins. Gamall hundur við góða heilsu þarf annað mataræði en veikur gamall hundur. Regluleg skoðun hjá dýralækni er nauðsynleg. Þær miða að því að uppgötva mögulegar nýrna- og hjartabilanir eins fljótt og mögulegt er.

  • facebook