Royal Canin Hundar og hvolpar Hundurinn Að halda hund Að koma í veg fyrir ofþyngd

Að halda hund

Prenta
koma í veg fyrir ofþyngd

Að halda hundinum í góðu formi

Ofþyngd stafar af því að hundinum er gefið of mikið að éta eða samsetning fæðunnar hentar ekki þörfum hans. Ef þessi tilhneiging er viðvarandi getur hún leit til offitu sem er sjúkdómsástand. Sérfæði er mjög hjálplegt í því að endurheimta kjörþyngd hundsins.

Í flestum tilvikum er frumorsökin fyrir ofþyngd hundsins sú að hann hefur verið ofalinn, auk hreyfingarskorts, sérstaklega hjá borgarhundum. Ákveðnar tegundir eru sérstaklega útsettar fyrir offitu, t.d. Cocker Spaniel, Labrador Retriever og Collie-hundar. Ofþyngd getur stafað af fæðunni sem dýrið fær á meðan það er að vaxa. Ofalinn hvolpur af smávaxinni tegund er búinn að framleiða of margar fitufrumur þegar hann er fullvaxinn; þeim má líkja við blöðrur sem bara á eftir að blása í loftið. Það er óábyrgt og getur leitt til offitu að dekstra hundinn með sælgæti og kökum í tíma og ótíma.

Hundur sem étur of mikið

Hundar geta þjáðst af lotugræðgi, en slíkt ástand getur stafað af ótta við matarskort vegna samkeppni við marga hunda um matinn, truflun í taugahormónakerfi (neurohormonal imbalance), leiða, of orkulitlum matarskömmtum eða vandamálum við upptöku fæðunnar við meltingu. Athugun á þyngdarsveiflum og atferli hundsins gerir eigandanum kleift að hjálpa dýralækni við að greina hvert af þessum atriðum er orsök átröskunarinnar.

Orkusnautt fóður

Það getur haft vanda í för með sér að minnka daglegan matarskammt hundsins þar sem hann kann að sætta sig illa við slíka breytingu. Ef þú freistar þess að láta hundinn léttast með því að draga úr hans daglega matarskammti býður þú heim hættunni á næringarskorti hjá honum. Meginmarkmið með Health Nutrition fóðrinu sem ætlað er að takast á við ofþyngdarvanda er að viðhalda stærð matarskammta en draga úr orkugildi um leið og næringarinnihald er varðveitt. Þökk sé auknum bragðgæðum þá kunna dýrin vel að meta þetta fóður og þéttni kögglanna veldur því að dregur úr hungri milli máltíða. Health Nutrition fóðrið stuðlar því að bættu holdafari hjá lítt virkum, geldum hundum með tilhneigingu til ofþyngdar.

Skynsamlegar lausnir

Þegar byrjað er að fóðra hund sem hefur tilhneigingu til ofþyngdar á léttu fæði er gott að breyta öðrum þáttum í venjum hans. Lengri ganga gefur honum færi á að nýta orku sína. Hundinum finnst gaman að leika við eiganda sinn. Forðast skal að verðlauna með matgjöfum nema þær séu teknar með í reikninginn hvað varðar daglega orkuneyslu.

Leiðin til offitu

Eitt eða tvö aukakíló sem vart eru skaðleg í sjálfu sér geta í raun leitt fljótt til offitu sem er sjálfstætt sjúkdómsástand. Mikilvægt er að taka slíkt ástand alvarlega þar sem offita getur valdið alvarlegum liðskemmdum (liðhrörnun, sprungum í liðböndum) og hjarta- og lungnakvillum ásamt öðru. Hún dregur úr æxlunargetu og veldur húðvandamálum. Í heildina dregur offita úr lífslíkum hundsins.

Eftir að dýralæknirinn hefur lokið sinni greiningu og úrskurðað um ástand hundsins veltur árangur megrunarinnar á ákveðni eigandans við að framfylgja mataræðinu. Margir mánuðir á nýju mataræði geta liðið áður en hundurinn léttist. Þess vegna er betra að fyrirbyggja þetta ástand en lagfæra það!

  • facebook