Royal Canin Allt sem þú þarft að vita um Royal Canin

Allt sem þú þarft að vita um Royal Canin

Prenta

Royal Canin

Markmið okkar

 

Royal Canin í örfáum orðum

Allt frá því Royal Canin var stofnað af dýralækni hefur undir merkjum þess verið lögð áhersla á rannsóknir á heilsufóðri með það að markmiði að finna og veita réttu næringarlausnirnar miðað við sérþarfir katta og hunda. Undirstöður þessara lausna eru skýrar og vinna saman: Athugun og vísindi. Í Health Nutrition fóðrinu er teflt fram öruggri þekkingu á dýrinu frá bæði ræktendum og dýralæknum auk vísindarannsókna. Slagorðin „Hundar og kettir í fyrsta sæti“ og „Þekking og virðing“ eru siðgildi þessa vörumerkis og leiðarljós við alla vöruþróun.

Gildin okkar

Hundar og kettir í fyrsta sæti

Sú siðferðislega skuldbinding sem felst í gildinu „Hundar og kettir í fyrsta sæti“ er grundvallarþáttur í þróun og nýsköpun hjá Royal Canin. Hugmyndafræði okkar snýst um að stuðla að velferð og efla heilsu katta og hunda og lengja þann tíma sem dýrin lifa við góða heilsu. Raunverulegar þarfir katta og hunda eru það sem stýrir rannsóknum okkar og mótun nýrra aðferða. Þess vegna stendur Royal Canin ekki fyrir markaðsherferðum meðal gæludýraeigenda. Þessar einstöku aðferðir tryggja að næringarlausnir okkar eru áreiðanlegar og fullkomlega lagaðar að þörfum dýranna.

Þekking og virðing

Gildið „Þekking og virðing“ er í órjúfanlegum tengslum við skuldbindingu okkar, „Hundar og kettir í fyrsta sæti“. Í þessu gildi felst eftirfarandi:

- Síaukin þekking á hundum og köttum í því skyni að mæta næringarþörfum þeirra;

- Stöðug samskipti við dýrafræðinga og vísindahópa;

- Að deila þekkingu með vísindamönnum, ræktendum og gæludýraeigendum;

- Að deila stöðugt sýn okkar á þessu málefni með vinum og vandamönnum, samstarfsaðilum og heildsölum sem og öllum þeim sem vinna með Royal Canin á hverjum degi.

Virðing gagnvart hundum og köttum felur í sér það að virða dýraheiminn og hafna hvers kyns manngervingu gagnvart dýrum. Gildið „Þekking og virðing“ endurspeglar siðferðisviðmið fyrirtækisins.

Health Nutrition – sögulegt val

Health Nutrition – heilbrigð næring hefur ávallt verið markmið Royal Canin. Hún inniheldur yfir 50 næringarefni í hárréttum hlutföllum (prótein, fita, kolvetni, amínósýrur, steinefnasölt, vítamín og snefilefni). Samsetning fóðursins frá okkur er afrakstur flókins púsluspils. Hún tryggir næringarformúlu sem fellur nákvæmlega að sértækum þörfum katta og hunda. Hér er beitt vísindalegum aðferðum þar sem þarfir dýrsins eru í miðpunkti við þróun formúlunnar. Innihaldið er ávallt valið út frá gæðum næringarefnanna og áhrifum þeirra.

Næringarstefna Royal Canin útilokar aðferðir sem leggja áherslu á hráefni sem þekkt eru fyrir bragðgæði (t.d. lambakjöt, lax, villibráð o.s.frv.).

Nýsköpun: spurning um hugarfar

Vísindin eru í stöðugri framrás og þekkingin þróast meðfram henni. Þetta er mynstrið sem nýsköpunarstefna Royal Canin stýrist af: Að skoða og spyrja, draga sífellt í efa, leita, hlusta, tala saman, deila saman og kanna; allt í því skyni að vera í fararbroddi við framþróun næringar.

Þetta opna og frjálsa ferli, sem ávallt stefnir að velferð og heilbrigði dýrsins, hefur leitt af sér miklar framfarir á sviði næringar síðustu fjörutíu ár.

Health Nutrition stefnan kallar á gæði og fæðuöryggi

Health Nutrition setur afar háa staðla hvað snertir gæði og öryggi. Um allan heim ábyrgist Royal Canin fóður með stöðugri næringarsamsetningu og ábyrgist þar með fæðuöryggi afurða sinna.

Djúp þekking á hráefnum og agað val á framleiðendum þeirra, ásamt kerfisbundnu innra eftirliti í samræmi við HACCP, frá afhendingu hráefna og í gegnum framleiðslu, tryggja málamiðlunarlaust gæðaöryggisferli.

Töluverðum fjármunum er varið í stöðugar endurbætur á alþjóðlegum eftirlitsferlum þar sem koma við sögu ellefu verksmiðjurannsóknastofur, þrjár gervihnattarannsóknastofur og ein meginrannsóknastofa. Fæðuöryggi er margbrotið viðfangsefni þar sem starfsmenn Royal Canin spyrja sig sífellt gagnrýninna spurninga í því skyni að bæta framleiðsluferla sína dag frá degi með velferð og heilbrigði katta og hunda að leiðarljósi.

  • facebook