Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Royal Canin > Næringin í Fóðrinu > Nálgun Royal Canin > Markmiðin með næringunni

Markmiðin með næringunni

næring

Fjögur markmið næringar

Þökk sé vísindalegum rannsóknum hafa nú forvarnarþáttur og í sumum tilvikum læknandi áhrif bæst við hin hefðbundnu markmið næringar, þroska, viðhalds og orku. Með þessar víddir að leiðarljósi gerir Royal Canin allt sitt fóður.

Næring hefur fjögur markmið

Þróun og viðhald líkama: Amínósýrur, steinefni, snefilefni, vítamín og fitusýrur bregðast við grundvallar næringarþörfum fyrir þróun og viðhald líkamans.

Orkugjöf: Fituefni (lípíð) og kolvetni eru helstu orkugjafar hunda. Kettir þurfa líka á próteinum að halda fyrir orkuefnaskipti sín.

Næring og forvarnir: Sum næringarefni í matarskammtinum (andoxunarefni, bætiefni, trefjar, nauðsynlegar fitusýrur o.s.frv.) vinna gegn nýrnasjúkdómum, meltingarvandamálum og öldrunaráhrifum.

Næring og umhirða: Bætt er við tilteknum næringarefnum og magn annarra takmarkað til að styðja við meðferð eða bataferli. Þannig er mörgum gæludýrum hjálpað við að ná sér af veikindum.