Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Vítamín

Nauðsynleg fyrir líkamann

Orðið vítamín er dregið af orðinu þíamín, en það er fyrsta þekkta efnið af þessu tagi. Þíamín er amína sem gegnir lykilhlutverki í baráttu líkamans við taugakröm. Önnur efni sem gegna sambærilegum hlutverkum eru líka kölluð vítamín.

Vítamínin eru flokkuð í tvo hópa: fituleysanleg vítamín (A, D, E og K) og vatnsleysanleg (B og C). Ofneysla þeirra getur valdið eitrun.

Vítamín er að finna í ýmsum innihaldsefnum fæðunnar og þau geta einnig verið í hreinu formi. Þau eru náttúrulega viðkvæmt efni, ljósnæm, hita- og oxunarnæm og þau þarf því að vernda við eldun matar.

Sérhver vítamíntegund á þátt í margskonar líkamsvirkni en til að halda umfjöllun okkar innan eðlilegra marka greinum við bara frá því helsta.