Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Prótein

Fyrir vöxt, meðgöngu, mjólkun og líkamlegt álag

Kettir og hundar þurfa mikið af próteinum. Sumar lífeðlislegar aðstæður eru meira krefjandi en aðrar, t.d. myndunar- eða endurmyndunarleg fyrirbæri eins og vöxtur, meðganga, mjólkun og líkamlegt álag.

Prótein eru sameindir gerðar úr amínósýrum í forskilgreindri keðju sem ákvarðar eðli þeirra og hlutverk. Amínósýrur, sem verða til við niðurrif fæðupróteina í meltingarveginum, mynda síðan grunn fyrir nýmyndun líkamans á þeim próteinum sem hann þarf til að byggja upp eða endurnýja líffæri sín og samsetningar, flytja tilteknar sameindir, senda skilaboð frá einu líffæri til annars (hormónar) og berjast gegn sjúkdómum (mótefni), meðal annars.

Prótein finnast í óblönduðu formi í dýraafurðum (kjöt, fiskur, egg, mjólkurvörur) og sumum jurtaafurðum (glútein í kornum, linsubaunir, baunir, soja, ger). Korn sem bætt er við hunda- eða kattamat veitir einnig aukið prótein.