Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Kolvetni

Kolvetni

Fyrir betri virkni líkamans

Kolvetni er hugtak sem felur í sér mólekúl sem sett eru saman úr kolefni, súrefni og vetni; þessi efni hafa sameiginleg tiltekin efnafræðileg einkenni. Kolvetni finnast helst í jurtaríkinu, en einnig í blóðsykri, dýrasterkju í vöðvum og lifur, og mjólkurlaktósa. Allar plöntur innihalda kolvetni, allt frá súkrósa í sykurrófum til illmeltanlegra trefja í trjáberki.

Kettir og hundar geta lifað án kolvetna í fæðunni þar sem þeir mynda þau kolvetni sem þeir þurfa fyrir frumurnar úr amínósýrum. Neysla kolvetna eflir hins vegar mjög virkni líkamans.

Glúkósi, súkrósi, laktósi og sterkja færa líkamanum orku en uppruni þeirra úr jurtaríkinu og hve mikið þau eru elduð hafa áhrif á meltingu. Ef lítið elduð sterkja er í fæðunni getur dýrið fengið niðurgang. Trefjar, sem líka eru kolvetni, eru mjög góðar fyrir meltingarveginn og jafnvægi þarmaflórunnar. Þetta gildir t.d. um ávaxtafásykrur (FOS) og mammófásykrur (MOS).