Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Fituefni (lípíð)

Nauðsynleg fyrir hunda og ketti

Hundar fremur en kettir laðast að fituríku fæði en takmarka þarf neyslu þess ef dýrið fær ekki mikla líkamlega hreyfingu. Neysla fituefna í of miklu magni getur leitt til offitu en dýrin geta hins vegar ekki án þeirra verið þar sem þau veita þeim orku og nauðsynlegar fitusýrur.

Fituefni (lípíð) mynda hóp lífrænna efna sem við þekkjum betur sem fitu. Fitusýrur og glýseról, sem saman mynda þríglyseríð, eru meginþættirnir. Lípíð geta verið einföld (þríglyseríð og vax) eða flókin (innihalda mörg önnur efni). Frumuhimnur eru t.d. gerðar úr fosfórlípíð.

Fita er grundvallar orkugjafi fyrir hunda og ketti, sem oxa hana til að nýta þá orku sem þeir þurfa. Gramm af lípíð inniheldur u.þ.b. 9 hitaeiningar af efnaskiptanlegri orku, 2,5 sinnum meira en gramm af kolvetnum eða próteinum.

Sumar fitusýrur, þær sem nefndar eru nauðsynlegar, hafa líka uppbyggingarhlutverk í frumum eða virka sem undanfari tiltekinna hormóna. Lípíð er í öllum mat sem ríkur er af dýrafitu (smjör, tólg, svínafeiti, egg, alifuglafita, fiskolía) og jurtafitu (olíur, jurtaolíur).