Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Royal Canin > Kettir og kettlingar > Kettir > Hvaða tegund?

Hvaða tegund?

Myndskeið

Deified in Ancient Egypt, considered beneficial thanks to his skill at hunting, demonized in medieval times, the cat has adapted so well to living next to man that today he has become a full-fledged member of the family. In this ever more urbanized 21st century, the fascinating animalness of the cat has become more subdued without losing a single one of its attractive features.

Myndir

Given the cat's silhouette, it's not surprising it moves so graciously.

Hvaða tegund?

Hvaða tegund á að velja?

Kattategundir eru margar sem helgast af erfðafræðilegri fjölbreytni þessarar dýrategundar. Fjölbreytni tegunda og lita gleður kattavini.

Um sextíu ræktaðar tegundir eru viðurkenndar af mismunandi kattaræktarfélögum. Staðlar þessara tegunda lýsa sögu, líkamsútliti og skapgerð hverrar og einnar tegundar. Kettir geta verið smáir eða stórir, grannvaxnir eða þrekvaxnir, en líkamsbyggingu þeirra er alltaf skipað í þrjá yfirflokka,

langa, meðallanga og stutta.

Tegundir: spurning um útlit og lundarfar

Almenn og vel þekkt tilhneiging er að því lengri sem köttur er þeim mun virkari er hann. Því stærri og þéttari sem hann er þeim mun rólegri og stilltari er hann. Þetta er þó bara tilhneiging og einstaklingsbundnar breytur hafa áhrif á hana.

Virkir kettir: Þeir hafa pípulaga líkama, langt höfuð og stór eyru sem sperrast upp við sérhverja hreyfingu. Þeir hafa svokallað „austurlenskt“ sköpulag og langa vöðva líkt og mjóhundar. Þeir geta verið mjög skapheitir. Siamese- og Balinese-kettir, Oriental-kettir, Mandarin og Cornish Rex eru mjög gæfir og kelnir og nánir eigendum sínum. Þessar tegundir katta þola illa einveru, og í hópinn má einnig bæta við Sphynx, Bengalese og Abyssinian-köttunum.

Rólegir og sterkbyggðir kettir: Líkami þeirra er þreklegur og vöðvastæltur. Jafnvægi og rósemi eru helsti styrkur þeirra. Þeir eru jafnlyndir og blíðir, alltaf nálægir án þess að vera yfirgangssamir. Þannig eru tegundirnar Chartreux, European, Burmese, Egyptian Mau og bylgjuhærður Devon Rex.

Kraftmiklir og blíðir kettir: Þeir eru sterkir og mjög stórir. Það er líkt og þeir séu meðvitaðir um styrk sinn því þeir eru mjög blíðlyndir. Þeir geta verið ávalir eins og British- eða Exotic Shorthair kettirnir, risavaxnir eins og Maine Coon, Norwegian, Siberian og Ragdoll-kettirnir. Sumir eru langhærðir og feldurinn þarf daglega umhirðu, eins og t.d. hjá Persian, eða á tveggja vikna fresti, eins og hjá Burmese Sacred. Þetta eru sterkir kettir sem hafa yndi af félagsskap við menn en eru þó engar kelidúkkur.

Stutthærður eða síðhærður?

Oft er því haldið fram um kattategundir þar sem bæði eru stutthært (snögghært) og síðhært afbrigði að síðhærðu kettirnir séu rólegri en þeir stutthærðu; fyrir þessu eru þó engar vísindalegar sannanir. Bestu dæmin um þetta eru Persian og Exotic Shorthair, en sá síðarnefndi er í raun einfaldlega stutthærður Persian.