Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Royal Canin > Kettir og kettlingar > Kettir > Heimssamtök kattaræktenda > Með ástríðu fyrir köttum

Heimssamtök kattaræktenda

Með ástríðu fyrir köttum

Kettir með ættartölu

Kettir með ættartölu eru í öllum heimsálfum þökk sé kattaræktarsamtökum sem skrá fæðingar í ættbækur, annast sýningarhald, útnefna kattadómara og varðveita tegundarviðmiðin sem tilgreind eru í stöðlum eða þróa þau áfram. Þessi félög eru ólík hvert öðru á marga vegu og iðka auk þess mismunandi kattadóma, „hefðbundna“ eða „ameríska“ dóma.

Um 60 ræktaðar kattategundir eru til sem eftir atvikum eru viðurkenndar eða ekki viðurkenndar í mismunandi kattaræktarsamtökum. Í heimi kattaræktunar tíðkast mismunandi skráningaraðferðir á ættartölum þar sem nýr meðlimur tegundar er skráður við fæðingu. Þegar ætternið hefur verið staðfest getur viðkomandi köttur á tilteknum tíma, vanalega eftir þrjá til fjóra mánuði, tekið þátt í kattasýningum, sem eru fegurðarsamkeppni, þar sem hægt er að vinna til margskonar titla.

Þessar sýningar halda kattaræktarfélög sem eru innan vébanda sambanda og lúta reglum þeirra. Sum þessi sambönd eru landssambönd eins og LOOF í Frakklandi eða GCCF á Englandi en önnur starfa víða um heim eins og CFA, FIFe, WCF og TICA.