Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Royal Canin > Hundar og hvolpar > Hundurinn > Alþjóðasamband hundaræktenda

Alþjóðasamband hundaræktenda

Alþjóðasamband hundaræktenda

Alþjóðasamband hundaræktenda (FCI)

Með Alþjóðasambandi hundaræktenda hafa samtök um hundahald verið við lýði í 100 ár. Önnur samtök tengd hundum, sum jafnvel eldri, vinna hlið sambandsins án þess að heyra undir það. Tilkomumikill fjöldi hundasýninga er haldinn hvert ár um allan heim: tugir þúsunda.

Alþjóðasamband hundaræktenda

Alþjóðasamband hundaræktenda (Fédération Cynologique Internationale) var stofnað þann 22. maí árið 1911. Stofnríkin voru Þýskaland, Austurríki, Belgía og Holland. Starfsemin hætti þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út en samtökin voru stofnuð að nýju að frumkvæði hundaræktarsamtaka í Belgíu og Frakklandi, Société Royale Saint-Hubert (Belgía) og Société Centrale Canine (Frakkland). Nú eru þessi ríki jafnháttsett öðrum innan sambandsins.

Áttatíu og fjögur lönd eru meðlimaríki FCI, sem hefur alþjóðlegt yfirvald í hundaræktarmálum. Flest Evrópuríki eru í sambandinu ásamt mörgum löndum Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Höfuðstöðvar þess eru í Thuin í Belgíu. Markmið alþjóðasambandsins eru:

Að ákvarða skilyrði fyrir skráningu ættbóka einstakra aðildarlanda og aðildarfélaga;

Að samræma reglur um alþjóðlegar hundasýningar (hundaræktarsambönd, dómgæsla, alþjóðlegir titlar fyrir vinnusemi og fegurð);

Að kynna staðla um hundaræktun sem upprunalöndin hafa útbúið og eru reglulega birtir í tímariti alþjóðasambandsins sem gefið er út ársfjórðungslega;

Að hafa eftirlit með að sérhvert aðildarríki haldi a.m.k. fjórar alþjóðlegar hundasýningar árlega. Sambandið veitir titlana Alþjóðlegur vinnumeistari (C.I.T.) og Alþjóðlegur fegurðarmeistari (C.I.B).

Heimasíða Alþjóðasambands hundaræktenda – Fédération Cynologique Internationale (FCI): http://www.fci.be/