Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Royal Canin > Fóðrið > Kettir > Feline Care Nutrition

Feline Care Nutrition

Feline Care Nutrition

Hefur bein áhrif á vellíðan kattarins.

Ólíkir þættir hafa áhrif á vægt eða alvarlegt næmi sem hefur bein áhrif á heilbrigði kattarins.

FELINE CARE NUTRITION er framleitt úr næringarefnum sem eru valin af kostgæfni og með ákveðna virkni í huga. Því fæst svörun við hverju næmi fyrir sig og árangur næst miðað við fyrirliggjandi gögn.

Vísindarannsóknir Royal Canin hafa sýnt fram á afgerandi hlutverk næringar við að bæta heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma.

Royal Canin þróaði FELINE CARE NUTRITION vöruflokkinn með þau viðmið í huga.