Í yfir 40 ár hefur Royal Canin unnið hörðum höndum að nýsköpun í góðu samstarfi við ræktendur og dýranæringarfræðinga. Þannig höfum við náð að búa til gæludýrafóður sem uppfyllir allar næringarþarfir hunda og katta.

Hundurinn hefur verið félagi mannsins í gegnum árþúsundin og  hefur lagað sig að manninum. Engu að síður hafa hundar sínar eigin þarfir þegar kemur að atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir góða heilsu og vellíðan hundsins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum hunda.

Kettir eru heillandi dýr. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast hversdagslegu umhverfi okkar mannanna en hafa þó sínar eigin þarfir hvað snertir atferli og næringu. Að þekkja og virða þessar þarfir tryggir heilbrigði og vellíðan kattarins. Royal Canin kappkostar að mæta þessum þörfum kattarins.

Fóðrið frá Royal Canin inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, í nákvæmlega ákvörðuðum hlutföllum, sem stuðla að velferð og heilbrigði sérhvers dýrs til lengri tíma, í samræmi við aldur, stærð, lífeðlislega eiginleika og tegund.

Medium (11-25kg)

medium

Þegar talað er um meðalstóra hunda (MEDIUM) er miðað við hunda sem eru 11-25 kíló fullvaxnir.

Meðalstórir hundar eru þekktir fyrir að vera orkumiklir og voru notaðir um aldir sem vinnuhundar.

Þeir þurfa á mikilli hreyfingu að halda utandyra allan ársins hring.

MEDIUM Size Health Nutrition fóðrið viðheldur náttúrulegum vörnum yfir allt æviskeið hundanna. Fóðrið felur í sér heildstæða áætlun sem tryggir að dýrin geti notið lífsins til fulls, því það miðast við aldur þeirra og næmi.